Íslensk Olga Korbut?

Þegar Olga Korbut fékk heiminn til að standa á öndinni yfir heljarstökki hennar úr kyrrstöðu á jafnvægisslánni á Ólympíuleikunum 1972, var það ekki aðeins gullið, sem hún vann, sem skráði nafn hennar í sögubækurnar, heldur jafnvel enn frekar það að þaðan í frá myndi þetta atriði, sem enginn hafði framkvæmt áður og engum dottið í hug að væri hægt, verða nefnt hennar nafni. 

Þess vegna er það á við gull þegar Sonja Margrét Ólafsdóttir fær nýja æfingu sína skráða á sitt nafn um aldur og ævi, þótt hún sé aðeins 16 ára, eins og Korbut var 1972. 

Það eru ekki mörg ár síðan enginn hér á landi hefði getað látið sig dreyma um þann árangur sem íslenskt fimleikafólk hefur náð á síðustu árum. 

Til hamingju! 


mbl.is Með stjörnur í augunum í sögubækurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábærlega vel gert hjá stúlkunni. Tek undir með Ómari; til hamingju!

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 29.10.2018 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband