4.11.2018 | 14:20
Skúffupólitíkin lifir góðu lífi.
Hér í eina tíð mátti heyra orðið skúffupólitík nefnt þegar verið væri að spara á einu afmörkuðu og þröngu sviði þótt það kostaði miklu meira fé fyrir heildina.
Nýleg dæmi um þetta hjá ríkissjóði, sjóði allra landsmanna, eru nískupúkabrögð sem notuð eru varðandi biðlista áfengissjúklinga og hliðstæð biðlistaviðbrögð varðandi brýnar samgöngubætur.
Í báðum tilfellum er um að ræða frestun á aðgerðum sem hafa í för með sér miklu meiri sparnað hvað snertir dauða fólks eða alvarleg skakkaföll heldur en nemur fjárveitingunni sem skorin er við nögl, að ekki sé minnst á það sem ekki eru metnar til fjár þjáningar og áhrif langt út fyrir einstaklingana sem í hlut eiga.
Þrátt fyrir allt fagurgalatalið um að stjórnmálamenn þjóni almannahagsmunum eða heildarhagsmunum, er hið gagnstæða stundað sí og æ.
200 milljónir til að losna við biðlista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gleymum ekki peninga fíklunum. Græðgi er einnig fíknisjúkdómur á Íslandi sem þarf að takast á við. Strax.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 4.11.2018 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.