6.11.2018 | 08:29
Afar sérkennilegt ástand.
Heiti Sjómannafélags Íslands eitt og sér ætti að nægja til þess að setja félag með svo stóru heiti á sérstakan stall þegar þess er gætt að útgerðin og sjávarútvegurinn í heild er önnur af tveimur helstu burðarstoðum gjaldeyrisöfluar í eigu Íslendinga.
Af þeim sökum vekja þau atriði athygli sem nú er tekist á um í félaginu, svo sem það einstæða mál, að valdhafar í félaginu geti með einfaldri geðþóttaákvörðun ákveðið hvort ummæli eða gagnrýni einstakra félaga teljist brottrekstrarsök og þar með komið í veg fyrir, kannski um alla framtíð, að "óæskilegt" fólk fái að taka þátt í félagsstörfum.
Ekki lítur það heldur traustvekjandi út hvernig nú er tekist á um félagaskrána sjálfa og deilt um hvort þar þurfi að hreinsa til.
Líkja félaginu við skip í brotsjó | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það eru sennilega margir, í öllum félögum, sem hafa lengi borgað til félagsins og fengið fréttir og pósta en hafa ekki formlega sótt um aðild og eru því ekki félagsmenn.
Vagn (IP-tala skráð) 6.11.2018 kl. 09:10
Sæll Ómar.
Vonandi og eins gott að heilt sjómannafélag
standi aldrei frammi fyrir meiri vanda
ef kvenmaður sá er að setja þetta heilt sjómannafélgið á hliðina.
Er Heiðveig eitthvað skyld Þórdísi í Ögri?! (Gerpla)
Húsari. (IP-tala skráð) 6.11.2018 kl. 11:49
Ef marka má feril JG má ætla að áhugavert sé að skoða bókhald Sjómannafélagsins.
Svo virðist sem félagið hafi sagt sig úr heildarsamtökunum til að sleppa undan því að skila inn endurskoðuðum ársreikningi.
https://www.asa.is
Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 6.11.2018 kl. 13:20
Margir hafa rifjað upp strand JG á Skarfaskeri. Ég ætla ekki að bera blak af því ruggli en ljóst er að það var óviljaverk.
Það var hinsvegar ekki óviljaverk að:
-JG gerði ekkert til að bjarga því sem orðið var eða senda út neyðarkall.
-JG laug því upp á eitt fórnarlamba sinna að hafa stjórnað bátnum.
-JG gerði hvað hann gat til að komast hjá því að greiða manngjöld og forðaði ma bátnum úr landi vegna yfirvofandi lögtaks.
Óheiðarleiki af þessu tagi ber öll merki siðblindu, líkt og aðför JG að Heiðveigu og öðrum félagsmönnum.
Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 6.11.2018 kl. 13:26
Your browser does not support the video element.
Húsari. (IP-tala skráð) 6.11.2018 kl. 17:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.