Langvarandi og hljóðlát áratuga óreiða leið ljúflega í gegnum Hrunið?

Óreiða og djúpstætt sleifarlag í byggingariðnaðinum á sér rætur frá því fyrir síðustu aldamót. Eftirfarandi spurningum ætti góður rannsóknarblaðamaður að leita svara við: 

Er það hugsanlegt að umfangsmikil óreiða, slappleiki og sleifarlag varðandi byggingareftirlit hafi ríkt svo lengi, að tjónið af ónýtum en tiltölulega nýjum byggingum á borð við Orkuveituhúsið og Íslandsbankahúsið sé farið nema hundruðum milljarða króna samtals?

Er það rétt, að rannsóknardeild byggingariðnaðarins hafi verið óvirk í áraraðir vegna fjársveltis?

Er nokkkur önnur skýring til á hinum gríðarlegu skemmdum af myglu, fúa, hrörnun og raka en að það hafi liðist í stórum stíl að fylgja ekki reglugerðum og standa kolrangt að einangrun og öðrum þáttum?  

Er um að ræða álíka fyrirbæri og fjármálaóreiðuna sem olli Hruninu, en hefur bara farið hljóðlegar og þrifist í skjóli samtryggingar? 

"Auðvitað kemur að skuldadögum" er fyrirsögn tengdrar fréttar á mbl.is. 

Sem þýðir að byggingahruninu tókst að fresta í gegnum efnahagshrunið. 

En þegar kemur að skuldadögunum sem eru ígildi fjármálahrunsins, hverjir bera þá ábyrgðina?

Eða verður það kannski enginn? Verður hægt, í staðinn fyrir að segja um fjármálahrunið: "Peningarnir gufuðu upp", að yppta öxlum og segja: "Byggingarnar gufuðu upp með því að grotna niður"?


mbl.is „Auðvitað kemur að skuldadögum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ættuð að sjá dótakassann hjá eiganda SKUGGA

Anna3 (IP-tala skráð) 6.11.2018 kl. 23:16

2 identicon

Hver silkihúfan upp af annari tók fyrstu stungukvíslina að nýrri Hátæknihaughúsasýslu, að blaðasnápum viðstöddum. Nokkrum áhyggjum hefur valdið að byggingin mun liggja yfir þjóðbraut þvera og flugvöllinn, og díki á báðar hendur. Öreigur í Hruna spurði hvernig innbyggjarar eigi að komast leiðar sinnar á blikkbeljunum. Den tid-den sorg, sagði Oddvitinn, en lét þess getið að Fúsi fúskari væri búinn að leysa það tæknilega vandamál, fræðilega séð...

 

image.png

Þjóðólfur í Frekjuskarði (IP-tala skráð) 6.11.2018 kl. 23:23

3 identicon

Góður rannsóknarblaðamaður mætti einnig að leita svara við þeirri spurningu hvort umfjöllun á neti og í fjölmiðlum sé einfaldlega meiri en tilfellin hlutfallslega ekkert fleiri eða verri. Sjálfur man ég eftir myglu í húsum og sögum af kærum kaupenda vegna rakaskemmda og leka fyrir hálfri öld síðan, það fór bara ekki í blöðin eins og í dag og ekkert var netið. Og húsnæði sem í dag er dæmt ónýtt var með smá viðgerðum talið full boðlegt. Rannsóknarblaðamaðurinn mætti íhuga hvort hann sé að gera ráð fyrir því að mælikvarðar nútímans hafi ætíð verið notaðir. Er það hugsanlegt að umfangsmikil óreiða, slappleiki og sleifarlag varðandi byggingareftirlit hafi ríkt svo lengi sem elstu menn muna og sé jafnvel minna nú en áður? Góður rannsóknarblaðamaður leitar í aðrar heimildir en fréttapistla í æsifréttastíl og upphrópanir netverja.

Vagn (IP-tala skráð) 6.11.2018 kl. 23:42

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég leitaði reyndar á aðrar slóðir, Vagn, en "fréttapistla í æsifréttarstíl og upphrópanir netverja." 

Og þú virðist telja umfjöllunina á mbl.is falla undir æsifréttastíl og upphrópanir og skrifar greinilega þessa athugasemd í þeim gamalkunna tilgangi að hjóla í manninn en ekki boltann. 

Gallinn er bara sá, að heimildarmenn mínir eru menn innan úr byggingageiranum, sem leggja ekki opinberlega í slaginn út af þessum málum í ðrsmáu þjóðfélagi kunningsskapar, vensla og tengsla. 

Geturðu sagt mér af hverju Landakotskirkja, gamli Landsspítalinn, Hótel Borg og álíka byggingar, sem reistar voru fyrir 80-90 árum, voru ekki að hruni komnar og orðnar ónýtar í kringum 1950 líkt og 20 og 30 ára byggingar eru núna?

Eða ertu að halda því fram að hinar nýju stórbyggingar, sem nú eru dæmdar ónýtar svo að milljarða tap hlýst af hverri þeirra, gætu auðveldlega staðið áfram næstu 60-70 árin?

Ómar Ragnarsson, 6.11.2018 kl. 23:58

5 identicon

Hinar nýju stórbyggingar, sem nú eru dæmdar ónýtar svo að milljarða tap hlýst af hverri þeirra, hefðu verið látnar standa áratugi í viðbót fyrir nokkrum áratugum.

Ekki eru allar 20 og 30 ára byggingar ónýtar. Og það þekktist einnig fyrir hálfri öld að byggingar væru svo illa byggðar að þar var leki og mygla áratugum saman. En það var ekki hlaupið með það í fjölmiðla og kvef og flensur hjá þeim sem dvöldu í húsunum ekki rakið til ástands hússins. Og þá var ekki rifið þó nú sé þannig húsnæði talið heilsuspillandi og ekki viðgerðar hæft. Alkalískemmdir voru til dæmis mikið í umræðunni seinni hluta síðustu aldar. Og erfiðlega gekk að fá flötu þökin vatnsheld.

Hvað einhverjir menn innan úr byggingageiranum segja, eða hvað þeim finnst, er einskis virði þegar ekkert er til að styðja þær tilfinningar. Það er eins og með það hvers vegna ég man bara eftir því að sumrin þegar ég var ungur voru sólrík og snjór á veturna. Mér finnst að það hafi ekki rignt fyrr en eftir fermingu. Þú ættir kannske að skrifa bloggfærslu um það að það sé farið að rigna á hverju ári og jafnvel oft á ári nú í seinni tíð. Ég get verið heimildarmaður þinn.

Vagn (IP-tala skráð) 7.11.2018 kl. 02:51

6 identicon

Var ekki Íslandsbankahúsið á Kirkjusandi byggt á árunum 1950-60?

Veiktust ekki læknar vegna myglu í gamla Landspítalahúsinu?

Jón (IP-tala skráð) 7.11.2018 kl. 07:00

7 identicon

jafnvel vandaðar byggingar þurfa viðhald. stórfurðuleg byggingareglugerð hefur ekki bætt ástandið. það að bæta við skrifenskuna bætir ekki fúsk á vinnustað. heldur kemur upp ákveðinn freistnivandi. hvernig á fara framhjá kerfinu sem er svo furðulegt. að stafsetningarvillur í umsókn skuli skipta meira máli en teikningin sjálf. bara  sá tími sem fer furðuskrifensku gerir íbúðarverð dýrara. smáatriði að það skuli ekki vera samræmi milli reglugerða hérlendi og í hinum norðurlöndunum er furðulegt. síða kemur náttaverndarfyrirbærið vistvæn hönnun. t.d.setja þykka einandgrun í loft skrifstofuhúsnæðis þegar vitað er að hittin fer að mestu útum gluggana. þetta er ein misskildasta náttúruvernd sem ég þekki

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 7.11.2018 kl. 08:16

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Heimildarmaður minn, sem ég veit vel að hefur áratuga sérþekkingu að baki varðandi viðhald húsa, en Vagn leikur sér að að gera að ómerkingi eins og mig sjálfan, hefur tjáð mér, að hvað tiltölulega ný hús Landsspítalans snerti, hafi þau verið látin grotna niður í vanræktu viðhaldi, vegna þess að takmarkaðar fjárveitingar urðu frekar að bitna á þeim heldur en þjónustu við sjúklingana. 

Ómar Ragnarsson, 7.11.2018 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband