9.11.2018 | 10:17
Ávörpin hafa ekki komið í veg fyrir illskeytta umræðu.
Ef ávörpin háttvirtur og hæstvirtur hafa upphaflega verið ætluð til að mynda eins konar skjallbandalag á Alþingi þar sem þingmenn og ráðherrar hæfu sig sjálfir upp fyrir almúgann, er notkun þessara ávarpa tímaskekkja.
Hafi íhaldssemi í þau á síðari tímum verið rökstudd með því að þau myndu draga úr illskeyttum ummælum þingmanna í garð hvor annarra og ráðherra, hefur sú ekki orðið raunin.
Þvert á móti virka þessi ávörp frekar ankannalega á þá sem heyra þau notuð, enda hefur virðing og traust almennings á þingmönnum verið í sögulegu lágmarki undanfarin ár.
Það er því í besta falli umdeilanlegt hvort þessi hástemmdu skjallyrði gera gagn eða jafnvel ógagn.
Hætti að vera hátt- og hæstvirtir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.