11.11.2018 | 23:30
"Sykurmælirinn tekinn af honum," greinilega stórhættulegt áhald.
Ætli það fylli ekki mælinn, réttara sagt sykurmælinn, í ótrúlegri frásögn Bergljótar Davíðsdóttur, ef satt er, að lögreglumenn hafi ekki látið sér nægja að taka sprautunálar af unglingsdreng, meintum neytanda ólöglegs fíkniefnis, heldur líka tekið af honum sykurmælinn og gert mælinn líka upptækan.
Greinilega stórhættulegt fyrirbæri, sykurmælir, sem hefði kannski verið settur í umsjá rannsóknarlögreglunnar til að finna samhengið á milli sprautunálar og sykurmælis.
Og síðan segir í frásögn ömmu drengsins að hann hafi síðan verið látinn liggja í fangaklefa eftir mikið harðræði, og að hann hafi meira að segja dreginn handjárnaður eftir göngum fangelsins.
Og í lokin endar frásögnin svipað og Bubbi söng hér um árið, þegar leitað er eftir á upplýsinga um það hvaða lögreglumaður hafi stjórnað þessu: "Ekki benda á mig."
Töldu sykursjúkan dreng sprautufíkil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Nokkrir sjúkdómar og afleiðingar þeirra
eru á þann veg að jafnvel þjálfuðu auga getur yfirsést.
Mætti nefna þann sem þú gerir að umtalsefni en þó eru
hrörnunarsjúkdómar enn erfiðari viðfangs þegar kemur
að því að meta hvort einhver er allsgáður eða ekki.
Mistök eiga sér stað því ekki eru allir alfulkomnir
eins og þú og ég.
(lýsingar á starfsaðferðum; eru þær réttar, finnst þér trúlegt
að þær hafi verið þessar eða lýsing með öllu trúverðug?)
Húsari. (IP-tala skráð) 12.11.2018 kl. 01:13
Það er ótrúlegt að ekki skuli vera búið að hefja rannsókn á þessu og víkja öllum sem að því komu úr starfi á meðan. Svona framferði er einfaldlega glæpsamlegt, ekkert annað!
Þorsteinn Siglaugsson, 12.11.2018 kl. 07:23
Hvernig er það, eru ekki flestir sykursjúkir með hálsmen eða armband sem gefur upplýsingar um sjúkdóminn?
Sigurður Bjarklind (IP-tala skráð) 12.11.2018 kl. 07:24
"Ef satt er" er lykilorð í pistli mínum. Þetta atvik er fyrst nú að komast í hámæli. Þegar slys verða eða óhöpp, er það oft röð í atburðarás, sem leiðir til ófaranna og Bergljót nefnir fleiri þætti en þátt lögreglunnar.
Þess vegna gæti þetta mál orðið lærdómsríkt fyrir svo marga, ekki bara lögregluna.
Ómar Ragnarsson, 12.11.2018 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.