Bæði sætar og beiskar minningar rifjast upp.

Viðtal við Rúnar Guðbjartsson á mbl.is snertir síðuhafa djúpt. Einhverjar fyrstu og ljúfustu bernskuminningarnar úr Stórholtinu voru tengdar fjölskyldunni hinum megin við götuna, þeim Stínu og Hafliða, eins og þau voru kölluð, og börnum þeirra. 

Á þeim tímum var mikill samgangur á milli vinafólks og ófáar góðu stundirnar bæði í heimsóknum og leikjum úti við. 

Einkum voru kynnin við jafnaldrann, Kristján, eða Didda eins og hann var kallaður, yndisleg. Hann var alveg einstaklega efnilegur bæði á sál og líkama, og yndisstundirnar margar við leiki og íþróttir. 

Björt framtíð blasti við honum. Hann hafði allt til að bera sem prýtt getur ungan mann, duglegur, fjörugur og fyndinn og hvers manns hugljúfi. 

Það var reiðarsalg þegar hann fékk krabbamein á miðjum þrítugsaldri og lést. 

Mikill harmur var kveðinn að öllum og þessi harmur rifjaðist síðan upp þegar systursonur hans týndist rúmum tveimur áratugum síðar. 

Þegar því máli lýkur nú um síðir er það að vísu viss léttir, en snertir mann þó í hjartastað. 

Margir hafa knúsað Rúnar fornvin minn í dag og það geri ég líka með þessum fátæklega orðum í minningu tveggja efnismanna, sem ekki gleymast. 


mbl.is „Fjallið á það sem fjallið tekur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband