18.11.2018 | 01:15
Þegar auðlindirnar þverra fer hverfur hagvöxturinn sjálfkrafa.
Helstu auðlindir sem nútíma hagvöxtur og orkubúskapur byggir á, eru takmarkaðar auðlindir. Olía, fosfór og úraníum eru dæmi um það.
Af því leiðir að kjarnorkan getur ekki tekið við af olíunni, sem sífellt dýrara verður að vinna úr æ óhagkvæmari lindum.
Notkun fosfórs hefur verið eins konar leyndarmál í efnahagsbúskapnum, svo víða sem það kemur þó við sögu.
Það eina sem getur viðhaldið velferð jarðarbúa þegar auðlindirnar þverra er ný naumhyggjuhugsun, sem flestum virðist vera í nög við, en er þó heillandi.
Nærtækt dæmi er það að grenna sig. Út af fyrir sig getur verið ákveðin nautn og vellíðan fólgin í því að njóta matar eins og enginn sé morgundagurinn.
Og ofát og offita kallar fram hagvöxt í gegnum vaxandi matarframleiðslu og aukna orkuvinnslu í samgöngum við að flytja milljónir aukatonna af mannakjöti um heiminn.
En að sama skapi flýtir sá hagvöxtur fyrir því að ganga á auðlindirnar.
Offita er að verða stærsta böl og vandamál mannkynsins. Og afleiðingarnar af því fyrirbrigði eru ekki aðeins fólgnar í verri lífsgæðum, sjúkdómum og styttra lífi og verri líðan síðustu æviárin, heldur líka í bruðli með auðlindirnar.
Og það er gaman og gefandi að taka af sér aukakíló með bættu mataræði og aukinni hreyfingu, - finna hvernig því fylgir vellíðan af nýju og jákvæðu tagi.
Nýr leiðtogi Brasilíumanna ætlar að leggja niður umhverfis- og auðlindaráðuneytið og láta ryðja Amazonskóginn til að búa til rými fyrir nautakjötsframleiðslu.
Röksemdin fyrir þessu er að með þessu aukist hagvöxtur í Brasilíu.
EN framleiðsla nautakjöts er einhver mesta sóun á byggðu bóli, því að átta sinnnum fleiri hitaeiningum er eytt við að gefa nautunum maísinn og láta þá næringu fara í gegnum nautin heldur er hægt að fá beint úr maísnum sjálfum.
Amazonskógurinn hefur verið nefndur lungu jarðar, því að hann tekur upp koltvísýring sem nemur meira en samanlögðum útblæstri allra farartækja á landi, sjó og í lofti í heiminum.
Auk þess mun eyðing hans auka á hlýnun andrúmsloftins, sem Borlango kallar "gróðurhúsabull".
Um þetta segir meðal annars í ljósmyndaljóðabókinni "Hjarta landsis - náttúran og þjóðin.":
"Aðeins ein jörð.
Það er ekki úm fleiri að ræða.
Takmörkuð er á alla lund
uppspretta lífsins gæða...
...Aðeins ein jörð.
Um hana stormar næða.
Auðlindir þverra ef að þeim er sótt
aðeins til skamms tíma að græða."...
Hagvaxtarstefnan að líða undir lok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fréttin fjallar um hagvöxt en ekki allt hitt sem hér er hrært saman við það umfjöllunarefni án þess að hafa bein tengsl við það.
En hvað er hagvöxtur í raun og veru?
[1208.0642] Does GDP measure growth in the economy or simply growth in the money supply?
Guðmundur Ásgeirsson, 18.11.2018 kl. 16:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.