18.11.2018 | 12:17
Alltaf jafn hissa í meira en hálfa öld.
Síðan stríðsgróðinn mikli byrjaði á þeirri umbyltingu þjóðfélagsins, sem falist hefur í stórum vaxandi þjóðartekjum og tilsvarandi stórfjölgun fæðinga, er eins og að ráðamenn þjóðfélagsins hafi orðið og verði alltaf jafn hissa á afleiðingunum.
Síðasti kreppuárgangurinn, 1940, skilaði sér í innan við hundrað nýstúdentum 1940.
Næstu ár á eftir varð sprenging í stúdentafjöldanum og þetta virtist koma mjög á óvart.
Samt hafði orðið sprenging í grunnskóla- og leikskólakerfinu 10-15 árum fyrr.
Og eftir þetta hafa þessir árgangar stríðsáranna og eftirstríðsáranna alltaf komið ráðamönnum á óvart.
Nú skilja þeir ekkert í því af hverju "útskriftarvandi aldraðra sé í áður óþekktum hæðum."
Það voru stóru árgangarnir sem skópu möguleikana á því að leggja grunn að nútíma uppbyggingu og velsæld á þeim tíma sem ekki var hægt að flytja inn vinnuafl í þeim mæli sem hefur verið á þessari öld.
Nú linnir ekki neikvæðum fréttum af þessum sömu stóru árgöngum, sem eðlilega eldast og þurfa á lífeyris- og heilbrigðiskerfinu að halda, sem þeir byggðu upp með striti sínu.
Og alltaf verða menn jafn hissa á "áður óþekktum hæðum" sem voru fyrirsjáanlegar fyrir um 70 árum.
25% bráðarýma ekki nýtt sem skyldi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Takk fyrir frábæran pistil. - Þú batnar með árunum og lumar á gnægð sagna. Frábært.
Már Elíson, 19.11.2018 kl. 22:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.