Laddi á enn heimsmetið.

Albert Guðmundsson tók einu sinni vítakast fyrir framan áhorfenddur í Laugardalshöllinni á þann hátt að spyrna boltanum frá stað rétt utan vítapunkts og skora þannig. 

En fyrir fullu húsi í Ljónagryfjunni í Njarðvík skoraði Laddi körfu á þann hátt að loknum knattspyrnuleik Stjörnuliðs síðuhafa í leikhléi, að Jón R. Ragnarsson spyrnti boltanum frá endalínu í stórum sveig í átt til Ladda, sem kom hlaupandi á móti boltanum úr gagnstæðu horni. 

Laddi stökk upp í splitt líkt og ballettdansmey þannig að boltinn lenti á hné hans skammt frá miðju vallar. Boltinn fór hátt í loft upp og það langa leið í boga í átt að körfunni, að Laddi var lentur eftir stökkið og "kvittaði fyrir" körfuna sekúndubroti áður en boltinn fór í körfuma!

Það er erfitt að ímynda sér að nokkur muni endurtaka þetta. 


mbl.is Skallaði í körfuna – myndskeið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband