Hvað næst: Frídagar Kanadamanna og Líberíumanna hér á landi?

Fyrir um 400 árum stigu 38 enskir landnemar á land á austurströnd Bandaríkjanna. Og hvað með það?

Hvaða tilefni er það til að gera fyribærin Black Friday og Cyber Monday að einhverjum hátíðis og verslunaræðisdögum á Íslandi?

Í Bandaríkjunum er Thanksgiving day frídagur fjórða fimmtudag í nóvember til að minnast landtöku 38 Englendinga fyrir ca 400 árum. 

Bandaríkjamenn hafa síðan gert föstudaginn á eftir að jafn miklum hátíðisdegi að umfangi, af því að þá er hægt að fara út að versla á milli fimmtudagsins og helgarinnar. 

Það er fáránlegt að við Íslendingar séum að gera þetta að einhverjum yfirgengilegum verslunaræðisdegi, nema þá að við göngum alla leið og gerum Thanksgiving day að íslenskum frídegi svo að það sé apað alveg eftir sem Kanarnir gera. 

Er það kannski næsta skrefið hjá okkur?

Hvers vegna þá ekki líka að gera Thanksgiving day í Kanada eða í Líberíu að okkar frídögum líka? 

Stærsta landnám Íslendinga var í Kanada. Nær væri að gera daginn eftir Íslendingadaginn í Gimli að verslunaræðishátíð ef við eru komnir svona algerlega vestur um haf. 

 

 


mbl.is Gætið að verðmætum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband