Þyngdin er á við þyngd koltvísýrings úr 8000 bílum.

Meðal losun á bíl af koltvísýringi er um 150 grömm á hvern ekinn kílómetra. Meðalakstur getur verið um 15 þúsund kílómetrar á ári, eða um 40 kílómetrar á dag. 

Það þýðir um 6 kíló af koltvísýringi á hverjum degi frá meðalbílnum. Þyngd metansins, sem verður til undir Sólheimajökli daglega, er því á við þyngd koltvísýrings úr 8000 bílum. 

Það samsvarar útblæstrinum úr um 5 prósentum af íslenska bílaflotanum. 

Ekki er síðuhafi með á hraðbergi mismuninn á gróðurhúsaáhrifum metans og koltvísýrings, og einhverjir kunna að segja, að þegar allur útblástur íslenskra jarðhitasvæða sé tekinn með í reikninginn sé þar um að ræða svo drjúga tölu, að það sé tilgangslaust að vinna á móti því. 

Svona röksemdafærsla hefur stundum verið afgreidd með setningunni "svo skal böl bæta, að benda á annað verra." 

En viðfangsefni jarðarbúa varðandi þúsund milljón bíla alls felur í sér hreina viðbót við náttúrulegan útblástur gróðurhúsalofttegunda og þær afleiðingar af þeirri stóru viðbót auk viðbótar frá iðnaði og annarri neyslu, nú vex magnið hraðar í andrúmsloftinu en dæmi eru um í síðustu tvær milljónir ára og er þegar orðið það mesta á þessum tíma jarðsögunnar. 

 


mbl.is Metan streymir undan Sólheimajökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Rangt að vanda hjá þér Ómar með CO2. Það hefur ekki verið lægra í andrímsloftinu í 600 milljón ár. Án CO2, sem er byggingarefni lífsins,  er jörðin ekki græn og þú fellur úr hor.

Halldór Jónsson, 24.11.2018 kl. 09:22

2 identicon

Metan er ca.25 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en co2.

Sigurður Joð (IP-tala skráð) 24.11.2018 kl. 12:44

3 identicon

Metan er ca.25 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en co2.

Gróðurhúsaáhrif metansins undan þessum eina jökli eru því skv. þessu á við útblástur 200.000 bíla, en ekki 8000.

Það dugar skammt að einblína á útblástur fólksbíla og skattlagningu þeirra, en gleyma millilandaflugi, metanuppgufun og óþarfa neyslu á öllum sviðum.

Amen.

Sigurður Joð (IP-tala skráð) 24.11.2018 kl. 13:22

4 Smámynd: Vilhjálmur Eyþórsson

Kodíoxíð, náttúrulegt og manngert er nú 0.038% gufuhvolfsins sem jafngildir ca. 400 grömmum í hverju tonni andrúmslofts. Af þessum 400 grömmum í tonni eru kannski 10 grömm manngerð, en vel hugsanlega miklu minna.

Koldíoxíð kemur að sjálfsögðu frá andardrætti manna, dýra, fugla, fiska (neðansjáar). skordýra og ekki síst kemur það frá sveppagróðri og aeróbískum (ildiskærum) bakteríum, en allt sem deyr ofansjávar og neðan breytist að miklu leyti í koldíoxíð fyrir tilverknað þessarra örvera og það magn er gífurlegt.

Þá er ótalið það sem streymir allan sólarhringinn alla daga upp úr öllum lág- og háhitasvæðum jarðar ofansjávar og neðan auk þess sem eldfjöllin leggja öðru hvoru til. Jafnvel í ýmsum jarðfræðilega „köldum“ löndum eru víða ölkeldur, sem koldíoxíð streymir upp um.

Þetta er óskaplegt magn, en eldvirkir neðansjávarhryggir ná um 50 þús. kílómetra í mörgum hlykkjum umhverif jörðina og á þeim eru hunduð þúsunda eða milljónir loftventla og eldgíga. Allar jurtir, ofansjávar og neðan eru að miklu leyti úr kolefni, oft 30-50$ og bókstaflega allt þetta kolefni kemur úr koldíoxíði. Þær þurfa því gífurlegt magn á hverjum degi til að vaxa og dafna.

Raunar byggir C 14 aldursgreining fornleifafræðinga á því að þetta er hringrás sem sífellt endurnýjat

Í samanburði við þessa risavöxnu hringrás sem nær til allra jurta og þörunga í öllum löndum og höfum verður brölt mannanna heldur lítilfjörleft og hjákátlegt.

Vilhjálmur Eyþórsson, 24.11.2018 kl. 14:26

5 Smámynd: Hörður Þormar

Freðmýrar Síberíu eru fullar af metani, ef þær þiðna þá losnar það úr læðingi.

Einnig munu setlög á sjávarbotni innihalda gríðarlegt magn af metani sem getur losnað ef sjórinn hlýnar um of.

Það er erfitt að gera sér grein fyrir áhrifunum ef allt þetta gas berst út í gufuhvolfið.

Loks má ekki gleyma blessaða búpeningnum, nautgripunum og sauðfénu, sem sífellt blæs metani út úr báðum endum.

Hörður Þormar, 24.11.2018 kl. 15:50

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

"Meðalakstur getur verið um 15 þúsund kílómetrar á ári, eða um 40 kílómetrar á dag. Það þýðir um 6 kíló af koltvísýringi á hverjum degi frá meðalbílnum."

Sæll Ómar, ég er ekki alveg að ná utan um forsendurnar fyrir útreikningnum.

Ef við gefum okkur að meðalbíllinn eyði 10 ltr. pr. 100 km, viltu þá meina  að 4 brenndir lítrar af eldsneyti breytist í 6 kíló af  koltvísýringi?

Magnús Sigurðsson, 24.11.2018 kl. 16:23

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þú þarft ekki annað en að fletta árbókum um bíla eins og hinni þýsku Auto Motor und Sport Autokatalog og hinni dönsku Bilrevyen til að sjá nákvæmlega tiltekið hve mikill útblásturs co2 hvers bíl er í grömmum talið á hvern kílómetra. 

Ódýrustu bílarnir eins og Toyota Yaris eru með um 100 grömm á ekinn kílómetra en jeppar á borð við Toyota Landcruiser um 200 grömm. 

Á sama tíma sem Evrópuþjóðir spá í þetta er sá hugsunarháttur að athuga þetta nánast óþekktur hjá okkur Íslendingum. 

Ómar Ragnarsson, 24.11.2018 kl. 19:46

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Loksins sýnir þú, Halldór minn, tvö nýbirt línurit á síðu þinni sem eru með skala, sem er 800 sinnum nákvæmari en skalinn með 600 milljón árunum, sem sagt síðustu 800 þúsund ár í staðinn fyrir 600 milljón ár, og á þessum tveimur ný birtu línuritum sést greinilega stórstökk upp á við bæði á co2 og hita á síðustu árum, gagnstætt því sem er á hinu fáránlega 600 milljón ára skala. 

Sem afsannar það sem þú hefur haldið fram um lægsta co2 í sögunni. 

Ómar Ragnarsson, 24.11.2018 kl. 19:57

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ætli sé hægt að virkja þetta?

Guðmundur Ásgeirsson, 24.11.2018 kl. 21:40

10 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Við bruna á 1 kg af jarðefnaeldsneyti við súrefni (eitt C + tvö O)  verður til um 2,2 kg CO2. 

Þetta er eðlisfræði sem hefur ekkert að gera með hvað bílasalar segja í auglýsingapésum.

Ástæðan fyrir því að bílasalar í EU notast við CO2 útblástur í stað eyðslu í kg er að  það er engin leið að sjá raunútblásturinn fyrir notandann og það losar bílsalann að einhverju marki undan kröfunni um minni eyðslu sem er í reynd það eina sem skiptir máli.

Guðmundur Jónsson, 25.11.2018 kl. 15:12

11 Smámynd: Þorfinnur Ómarsson

 Jú, Magnús, þetta gengur alveg upp. Hér er smá dæmi:

1 liter of petrol weighs 750 grammes. Petrol consists for 87% of carbon, or 652 grammes of carbon per liter of petrol. In order to combust this carbon to CO2, 1740 grammes of oxygen is needed. The sum is then 652 + 1740 = 2392 grammes of CO2/liter of petrol.

An average consumption of 5 liters/100 km then corresponds to 5 l x 2392 g/l / 100 (per km) = 120 g CO2/km.

Þorfinnur Ómarsson, 25.11.2018 kl. 18:31

12 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þakka ykkur fyrir útskýringarnar Ómar, Guðmundur og Þorfinnur. 

Samkvæmt því sem mitt heilabúi nær utan um þá eru lítri mælieining fyrir rúmmál og kíló fyrir þyngd og svo skemmtilega vill til að einn ltr af vatni er nákvæmlega 1 kg. Þar sem ég er steypukall þá veit ég líka að einn ltr af steinsteypu er ca 2,4 kg. 

Ég á bara erfitt með að ná utan um þær forsendurnar sem verða til þess að 1 lítir sem hverfur, verði af 2,2 ósýnilegum kílóum. Jafnvel þó loftslagsvísindamaður hafi reiknað það út svart á hvítt á blaði. 

Svipaðar hundakúnstir, frá því á miðöldum, hafa verið flokkaðar sem gullgerðarlist, jafnvel í vísindaritum samtímaheimskunnar.

Magnús Sigurðsson, 25.11.2018 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband