Bolsonaro vill skógana í burtu og taka upp fæðubruðl í staðinn.

Hinn brasilíski Trump vill svipaða hluti og fyrirmyndin bandaríska, losa um hömlur og eftirlit með umhverfisspjöllum, raða í kringum sig mönnum, sem hatast við umhverfisvernd og hafa beina hagsmuni af því að olíu- og kolaiðnaður verði efldur. 

"Bols"onari er meðmæltur því að ganga á milli "bols" og höfuðs á skógunum og brjóta skógarsvæðín undir ræktun fyrir nautgriparækt, sem felur í sér eitthvert mesta bruðl, sem hægt er að stunda, því að til þess að framleiða ákveðinn fjölda hitaeininga við neyslu nautakjöts, er hægt að framleiða átta sinnum meiri næringu beint úr maísnum eða grænfóðrinu en með nautgriparæktinni.  


mbl.is Mesta skógareyðing í áratug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband