26.11.2018 | 09:37
Ekki sopið kálið þótt í ausuna sé komið.
Þótt olíuverð hafi lækkað í bili, hefur það tjón sem hátt verð olli á rekstrarafkomu flugfélaganna orðið varanlegt viðfangsefni.
Vandinn er margþættur varðandi samruna Icelandair og WOW air, rétt eins og það var snúið á sínum tíma þegar Loftleiðir sameinuðust Flugfélagi Íslands.
Sá samruni tókst að vísu á endanum, en margir Loftleiðamenn urðu sárir til langframa og töldu Loftleiðir hafa verið hlunnfarna í sammrunanum.
Staða flugfélaganna tveggja var hins vegar gerólík og þess vegna var það snúið matsatriði hvernig staðið var að samrunanum.
Hinn kosturinn, að hætta við samrunann, var hins vegar í raun ekki í boði og svipað er vafalítið uppi á tengingnum nú varðandi margfalt stærra viðfangsefni.
Eina leiðin er að finna möguleika til að minnka rekstrarkostnaðinn án þess að það bitni of mikið á tekjunum.
1980 var ekkert Samkeppniseftirlit, sem þurfti að taka tillit til. Þó var staða landsmanna þá allt önnur en nú, því að það voru aðeins Loftleiðir og Flugfélagið sem héldu uppi millilandasamgöngum Íslendinga og Icelandair varð því einokunarflugfélag sem hélt þeirri stöðu að mestu í 23 ár.
Nú fljúga 28 flugfélög til og frá landinu og staðan er allt önnur.
Fullyrt að vélum WOW air fækki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.