Hver hagnast? Cui bono?

Þegar verið er að halda því fram að það eigi ekki að hagga við notkun einnota plasts veldur slíkt furðu. Og þó ekki. Hverjir hagnast á því að engu sé breytt? Jú, allir þeir sem hafa af því tekjur og atvinnu. Hinn klassíska spurning Rómverja: Qui bono?

Það eru framleiðendur plasts og þeir sem vinna við að nota það og flytja það frá upphafi til enda. 

Notkunin er það mikil, að stórum bílum er ekið með það um borg og bý. Plastpoki,fjölnota (2)4528

Jafnvel þótt það sé flokkað og síðan farið með það til Sorpu, eru heilmikil umsvif, atvinna og peningar í kringum slíkt. 

Í stjórnsýslunni eru reglur um vanhæfi manna við að úrskurða um ákveðin málefni, sem tengjast þeim sjálfum. 

Í því felst engin ásökun um að þeir séu ekki heiðarlegir, heldur einfaldlega að hægt sé að treysta því, að sá, sem álitið gefur, eigi engra hagsmuna að gæta. 

Þegar fréttin frá Sorpu kom fram fyrir hreina tilviljun daginn fyrir útgáfusýningu ljósmyndasöngvaljóðabókarinnar "Hjarta landsins" var ég einmitt að ganga frá veitingum sem fólust í því að gestir fengju svona poka til umráða með veitingunum í.

Fyrir þessa einskæru og ótrúlegu tilviljun gafst tækifæri til að kynna fjölnota notkun plasts sem ólíkt skárri kost en notkun einnota plasts. 

Þetta felst í svonefndum "snarlpoka", sem getur verið fjölnota árum saman. Pokinn á myndinni hefur verið svo lengi í notkun, að síðuhafi man ekki einu sinni hvenær sú notkun hófst.  

Blaðafyrirsögn um notkun snarlpokans var að vísu villandi, "Ómar vill plastpoka", því að hún ein og sér benti til þess að ég væri sammála þeim hjá Sorpu. 

En þegar fréttin var lesin kom hið sanna í ljós. Flestir sjá bara fyrirsagnir en lesa ekki framhaldið og fyrirsagnir eiga helst ekki að vera afvegaleiðandi. 


mbl.is Skjóta fast á Sorpu vegna plastpoka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Maður veit nú ekki alveg hverju á að trúa í þessu. Er það rangt hjá forstjóra Sorpu að verði innkaupapokar úr plasti bannaðir muni fólk taka að kaupa plastpoka undir ruslið í stað þess að nota innkaupapoka? Og er það rangt að kolefnisfótsporið við framleiðslu og notkun margnota poka sé nokkuð hátt, slagi upp í einhver ár af notkun venjulegra plastpoka?

Það að einhver hagnist á einhverju er ekki röksemd gegn því í sjálfu sér þótt það geti oft skýrt afstöðu einhvers. En það fríar okkur ekki frá því að fjalla um málefnið á hlutlægan hátt.

Þorsteinn Siglaugsson, 4.12.2018 kl. 09:57

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

 Cui bonum? !

Jón Valur Jensson, 4.12.2018 kl. 10:21

3 identicon

Það þarf bara að passa að plastinu sé skilað til útflutnings og brennslu. Það er farsæl lausn á plastvandanum.  Ef stromparnir á ofnunum eru nægilega góðir og plastið brennur við nægan hita,  þá eru einu efnin sem skila sér í andrúmsloftið koltvísýrlingur og vatnsgufa.

Arnþór Gíslason (IP-tala skráð) 4.12.2018 kl. 11:08

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Reynslan sýnir að það er mikill misbrestur á skilum á plastpokum og að í kringum þau eru umhverfisáhrif.  Lang skásta leiðin er að takmarka framleiðsluna sem mest, leita lausnarinnar við upphaf vandans. 

Ómar Ragnarsson, 4.12.2018 kl. 11:31

5 identicon

Cui bono, sagði Síseró. Ætli við verðum ekki að ætla að hann hafi kunnað latínu?

Thorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 5.12.2018 kl. 18:32

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sagði hann það? Hvar?

Jón Valur Jensson, 6.12.2018 kl. 12:24

7 identicon

L. Cassius ille, quem populus Romanus verissimum et sapientissimum iudicem putabat, identidem in causis quaerere solebat, cui bono fuisset?

 

—CiceroPro Roscio Amerino,

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 6.12.2018 kl. 15:20

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Takk!

Jón Valur Jensson, 6.12.2018 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband