5.12.2018 | 11:37
Ákveðinn markhópur hjá Miðflokknum?
Í skoðanakönnun í fyrradag kom í ljós að um 90 prósent þeirra, sem kváðust myndu kjósa Miðflokkinn, ef kosið yrði nú, voru ósammála þeim yfir 70 prósent kjósenda sem töldu eðlilegt að Klausturfólkið segði af sér þingmennsku.
Þegar sambærilegar skoðanakannanir hafa farið fram vegna hneykslismála, hefur svona eindreginn stuðningur kjósenda þess flokks, sem málið snertir mest, verið óvenjulegur.
Það bendir til þess að í málum af þessu tagi eigi Miðflokkurinn sér kjarna í fylginu, sem er nokkurs konar markhópur.
Það, að miðflokkurinn dytti út af þingi, gefur ekki fulla mynd af fylgi hans, því að 5% þröskuldurinn veldur því. Ef hann væri ekki, yrði þingmannatalan tveir þingmenn og sú tala gefur mynd af hlutfallslegri stærð þessa markhóps.
Fylgistap Sjálfstæðisflokks stafar sennilega af því hvernig samtalið á Klausturbarnum snerist um það sjónarmið, að Gunnar Bragi teldi sig "eiga það inni" hjá utanríkisráðherra úr röðum Sjalla að verða skipaður sendiherra.
Miðflokkur dytti út af þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.