7.12.2018 | 19:31
Hin eftirminnilegu lok Búsáhaldabyltingarinnar koma í huga.
Ævinlega þegar mikill órói er í þjóðfélaginu, svo sem óeirðir, er hætta á því að hluti mótmælenda gangi mun lengra en þorri þeirra, sem taka þátt í mótmælunum.
Þegar ég var á unglingur tók sig jafnan upp ákveðinn hópur óeirðaseggja, sem fóru að lögreglustöðinni við Pósthússtræti og létu ófriðlega, - köstuðu jafnvel grjóti.
Þegar gripið var til þess ráðs að halda stórar áramótabrennur víðsvegar um bæinn, hurfu þessar óeirðir smám saman.
Í Búsáhaldabyltingunni urðu mestu óeirðir, sem hér hafa orðið síðan allt fór í bál og brand á Austurvelli 30. mars 1949 vegna inngöngu Íslands í NATO.
Síðustu daga byltingarinnar stigmagnaðist hitinn og að því kom, að hætta var á miklum meiðslum samfara því sem lögreglan yrði yfirbuguð.
Þá brá svo við, að stór hluti mótmælenda snerist til varnar lögreglunni og verður slíkt að teljast nokkuð óvenjulegt á alþjóðavísu.
Með þessu og því að kröfum útifundanna um veturinn var sinnt, lauk sjálfri byltingunni hvað snerti það sem fór á Austurvelli.
Mótmælin orðin að skrímsli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Með áráttu Íslenskra stjórnmálamanna við að innleiða meiri hnattvæðingu mega þeir passa sig á því að það sama gerist ekki hér (aftur).
En hnattvæðingin er orðin eins konar trúarbrögð nútímans, allir verða að vera samstíga. En þegar almenningur streitist á móti er hann bara heimskur, svor ráðamenn koma þessu í gegn með leynimakki og pukri, og læra ekkert.
Ekki veit ég hvort við verðum svo heppin aftur að mótmælendur sjálfir koma í veg fyris slys.
Egill Vondi, 7.12.2018 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.