Kol eru takmörkuð orkuauðlind. Nema fyrir atkvæði Trumps.

Jarðefnaeldsneyti er takmörkuð auðlind, en það vill oftast gleymast í umræðunni um umhverfis- og orkumál. Jafnvel þótt jarðarbúar hefðu engin áhrif á loftgæði og loftslag með brennslu jarðefnaeldsneytis er fyrirsjáanlegt hrun á mikilvægum auðlindum eins og olíu, kolum, gasi og fosfór. 

Meira að segja kjarnorkan getur ekki komið í staðinn, því að úraníum er líka takmarkað.

Mjög er takmarkað hve mikla orku er hægt að vinna úr jarðargróðri vegna þess að það myndi ræna mannkynið nauðsynlegum svæðum til matvælaframleiðslu.  

Notkun óendurnýjanlegra orkugjafa og auðlinda er í eðli sínu rányrkja. Jafnvel nokkur hundruð ár eru agnar stuttur tími á mælikvarða sögu mannkynsins. 

Þegar litið er á línurit yfir orkunotkun jarðarbúa lítur lína hraðvaxtar notkunar jarðefnaeldsneytis út eins og næstum lóðrétt vinstri hlið spjótsodds, þar sem hægri hliðin, hrapið niður á við, verður álíka brött og lokar þessari útlínu hins mikla riss og falls sem stendur eins og tindur upp úr flatneskju. 

Lengi hafa verið vonir bundnar við kjarnasamruna eða notkun þóríums, en sífellt dregst á langinn að neitt gerist. 

Á meðan hrekjast jarðarbúar með stærstu iðnríki heims í fararbroddi undan þrýstingu skammsýni og græðgi í nafni hins heilaga átrúnaðar á stanslausan hagvöxt. 

Fylgi Donalds Trumps sem skilaði honum meirihluta kjörmanna í síðustu forsetakosningum þrátt fyrir minnihluta atkvæða, byggðist meðal annars á loforðum hans um aukna kolavinnslu og afléttu takmarkana á umhverfisspjöllum af völdum iðnaðar. 

Og hjá ístöðulausum stjórnmálamönnum í mörgum öðrum löndum sígur áfram á ógæfuhliðina.   

 


mbl.is Kolanotkun jókst á milli ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband