Jarðarbúar fyllast innvortis af plasti. Svo einfalt er það.

Síðuhafi var að horfa á bút úr sjónvarpsþætti á Stöð tvö þar sem greint var frá rannsóknum vísindamanna á dýrum og mönnum, sem sýndu, að plastagnir eru þegar teknar að breiðast út í gervöllu lífríkinu, allt frá kræklingum yfir í menn. 

Þetta er ekki mikið magn enn, en fer að sjálfsögðu vaxandi eftir því sem magn plasts í höfunum, á fjörum og á þurrlendi fer stjórnlaust vaxandi. 

Í viðtölum við vísindamennina fengust ekki svör við neinum grundvallarspurningum varðandi afleiðingarnar af þessu. 

Ekki hefur verið kannað hvaða áhrif plastið í líkömum okkar og afkomenda okkar hefur á vefina, til dæmis varðandi eiturefni úr plastögnunum eða beinum áhrifum af þúsundum agna sem verði komnar inn í fólk þegar líður á öldina. 

Vísindamaðurinn, sem rætt var við, taldi það bæði bagalegt og siðfræðilega rangt að halda áfram að auka við plastmagnið án nokkurs viðbúnaðar eða vitneskju um afleiðingarnar. 

Núverandi jarðarbúar kynnu að verða dæmdir hart af kynslóðum framtíðarinnar. 

Fyrirsjáanleg eru svör þeirra sem vilja ekkert aðhafast í þessum efnum né breyta neinu. 

Í athugasemdum hér á síðunni við hliðstæðum málefnum hafa komið fram "rök" eins og þau, að kynslóðir framtíðarnnar séu einfaldlega ekki til og skipti núlifandi fólk því engu máli. 

Þokkalegt, ef svipuð ógn hefði sótt að langafa þess, sem þetta skrifaði, og hann hefði hugsað svipað og sá afkomandi hans, sem birti þessa athugasemd blygðunarlaust. 


mbl.is „Stórt alþjóðlegt vandamál“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við þurfum ekki langt til að sjá dæmi um það hvernig plastmengun verður til. Vinna við að breyta húsnæði Korputorgs er í gangi.  Þar nota menn greinilega froðuplast auk annars plasts.  Afgöngum er augljóslega hent út og  þar fjúka þeir og má sjá dreifina  til vesturs í átt að Grafarvogshverfinu.

Gudmundur Logi Larusson (IP-tala skráð) 15.12.2018 kl. 18:32

2 identicon

1 þvottur á flíspeysu losar milljón míkróplastagnir í vatnið. Svo hafa menn áhyggjur af plastpokum þetta er tapað stríð,,

GB (IP-tala skráð) 15.12.2018 kl. 20:51

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sem fyrr horfa menn á afleiðingarnar en ekki orsakirnar. Orsök plastvandans er framleiðsla plastsins, þar er rót vandans og þangað þarf að beina átakinu til leiðréttingar. Á sama hátt og tæknin og hugvitið gerðu þá framleiðslu mögulega, geta tækni og hugvit við að minnka þessa framleiðslu leyst vandann. 

Ómar Ragnarsson, 15.12.2018 kl. 22:18

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Tek undir áhyggjur síðuhafa og varnaðarorð. Bölvað plastið þarf að gera burtrækt, með öllum ráðum. Þar erum við algerlega sammála. Ég hef séð þvílíkar breiður af plasti í bland við þang, í straumaskilum Suður- Atlantshafsins, þar sem ég hef starfað undanfarin tíu ár, að varla er hægt að lýsa því.

"Endurvinnsla" er sennilega versta uppfinning sem um getur í sögu okkar. Ef "Endurnýting" væri hinsvegar tekin upp á ný, værum við fljót að sjá árangurinn, að ég tel.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 16.12.2018 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband