18.12.2018 | 17:30
Hata Bandaríkjamenn rafmagn af því þeir vilja ekki virkja í Yellowstone?
Bandarískur sérfræðingur í nýtingu jarðvarma sýndi kort af Bandaríkjunum á 10 ára afmæli Ísor þar sem margir ljósrauðir blettir voru dreifðir um landið og táknuðu þau jarðvarmasvæði, sem mönnum þar í landi sýndist álitleg við jarðvarmavinnslu.
Í Klettafjöllunum mátti hins vegar sjá svæði á kortinu, sem var eldrautt og ógnarstórt miðað við hin. "Þetta er Yellowstone, lang, lang öflugasta orkusvæði Bandaríkjanna, en heilög jörð sem aldrei verður snert" sagði Kaninn.
"Heilög jörð." Mesta orkubúnt Norður-Ameríku. Samt er Yellowstone ekki jafnoki hins eldvirka hluta Íslands hvað snertir gildi sem náttúruverðmæti, og hið íslenska einstætt á heimsvísu. En við höfum tekið að okkur að rústa íslenskum náttúruverðmætum svo að Kanar geti varðveitt sín.
Guðni Jóhannesson hefur sjálfsagt verið viðstaddur þetta erindi, en ekki hrópaði hann upp yfir sig að bandaríski gesturinn hataði rafmagn.
Það hryggir mig að jafn góður og gegn maður og orkumálastjóri skuli leggjast niður á plan með þeim sem hafa sungið síbylju um það í áratugi að náttúruverndar- og umhverfisverndarfólk á Íslandi "hati rafmagn", "hati atvinnuuppbyggingu og mannlíf" og "vilji fara aftur inn í torfkofana."
Öll þessi stóryrði hafa verið höfð uppi vegna þess eins, að hér á landi er til fólk, sem dirfist, eftir að búið er að virkja fimm sinnum meiri orku en við þurfum fyrir okkar eigin heimili og fyrirtæki, að andæfa þeirri einbeittu ætlun ráðamanna að á aðeins áratug verði virkjanaæðið tvöfaldað og þá búið að virkja tíu sinnum meiri orku en þarf fyrir okkur eigin heimili og fyrirtæki.
Fólk sem hatar rafmagn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já, þetta er ákaflega furðulegur málflutningur. Ég missti reyndar af myndinni í bíó, en sá hana á leigunni í gærkvöldi. Stórkostleg mynd, einhver sú albesta sem hefur verið gerð hérlendis og þótt víðar væri leitað.
Barátta Höllu í myndinni er barátta rómantísks náttúruunnanda gegn neysluhyggju og eyðileggingu náttúrunnar í víðu samhengi. Eins og þú bendir á er búið að virkja hér margfalt það sem við þurfum í raun á að halda, en stóra samhengið er auðvitað hvað það er sem drífur áfram þessa iðnaðarframleiðslu alla, sama hvort hún er hér eða erlendis, en það er sú skefjalausa neysla sem viðgengst á Vesturlöndum og virðist ekkert í rénun jafnvel þótt flestir séu sammála um að það sé nauðsynlegt að draga úr henni til að tryggja okkur áframhaldandi lífsskilyrði.
Að lokum er þessi barátta auðvitað baráttan við stofnanir eins og Orkustofnun og fólk eins og orkumálastjóra - embættismenn sem af einhverjum ástæðum virðast líta á það sem hlutverk sitt að vera málsvarar þeirra sem þeim er falið að hafa eftirlit með.
Þorsteinn Siglaugsson, 18.12.2018 kl. 19:24
Þorsteinn þetta er kölluð alþjóðavæðing en virkjanir eru ekki byggðar í þessari stærðargráðum nema fyrir kaupanda af rafmagninu.IFM eða leppir þeirra vildu kaupa Landsvirkjun.
IFM keypti drykkjarvatnsrétt í Kólumbíu. Hvernig stöndum við okkur á því sviði hér.
Ég held að að finnist fá svona smá lönd sem eru svona gífurlega alþjóðavædd. Sorglegt.
Valdimar Samúelsson, 18.12.2018 kl. 19:36
Allir vilja rafmagn m.a. í snjallsímana sína. En helst engar virkjanir og alls ekki rafmagnslínur!
Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 18.12.2018 kl. 20:25
Stóriðjan tekur þegar 80% af rafmagninu sem framleitt er hér. "Helst engar virkjanir"? Jæja? Við erum þegar búin að samþykkja virkjanir fyrir fimm sinnum meiri orku en við þurfum sjálf.
Ómar Ragnarsson, 18.12.2018 kl. 23:04
Skelfilega barnalegt að segja að við framleiðum meiri orku en við þurfum sjálf. Hlutverk Landsvirkjunar er að afla og selja orku, landsmönnum öllum til hagsbóta. Það hlutverk er bundið í lögum. LV hefur hingað til tekist afar vel upp og það er ekki síst sölu á rafmagni til stóriðju að þakka.
Fyrir utan hreinan hagnað LV, þá er virðisaukinn gífurlegur af orkunni sem skilar sér til fólks, fyrirtækja og til ríkissjóðs. Virðisaukinn birtist í mörgum myndum.
Nú styttist óðfluga í að LV eigi Fljótsdalsvirkjun skuldlausa. Hvernig voru aftur spádómar Þorsteins Siglaugssonar og fleiri sérvaldra "sérfræðinga" á snærum náttúruverndarsamtaka, um það atriði? Hann flaggar þeim ekki opinberlega í dag, svo mikið er víst.
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.12.2018 kl. 00:22
Í orkusölusamningnum við Alcoa er ákvæði um að Íslendingar skuldbindi sig til að hrófla ekki við þaki á tilfærslu í bókhaldi dótturfyrirtækja Alcoa.
Þetta var vísvitandi sett inn til þess að með gervilánum og bókhaldsbrellum milli dótturfyrirtækja væri hægt að komast algerlega hjá því að borga tekjuskatt af hagnaðinum af Fjarðaráli.
Upphæðin er að minnsta kosti komin yfir 100 milljarða á fyrstu tíu árum virkjunarinnar sem Alcoa er búið að hafa af Íslendingum.
Ákvæðið í orkusamningum bindur hendur sjálfs Alþingis í alls 40 ár.
Ómar Ragnarsson, 19.12.2018 kl. 01:04
Hverjir komu óorði á rafmagnið?
<a href="https://www.facebook.com/jardstrengir/posts/1809821095810825?__xts__[0]=68.ARCrNQqBYhTZV4qKMI7Zukhl15Xbb-Renh_s8vWn74bRuMrnG-QuBOGFTZ4mvQu-V834Lkbjx3TjbvnJihFZcmpWIaNG8gq1T-cKDAnTpJjK_WxB1aKYekHcrYo6xFK18kDSx7CI4pvidJ0EIpuccvZdY7OFfl9-gCczNwBjWINM8pnU8YoJq5I1NiITLJLDyqoSQgwymRKb84GZxXlYm9hl0ImfVWE_wssuCCmf8L5cEh0jNMMt9sXLjoQfSCg0EIyjYEM14oCwH1i28FsYNKvqDAHWCW9RqZrT3pd5YezzJx8ANdlxqCQzDhGHuwbSR2K-&__tn__=-R-R-R">her</a>
Reginn Smiður (IP-tala skráð) 19.12.2018 kl. 01:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.