Sérkennilegt í borg með umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs.

"Þetta eru bara nokkrir dagar á ári" heyrist sagt um staðreyndir, sem stangast á við þá ímynd, sem Reykjavík hefur aflað sér með því að auglýsa "hreinasta borg í heimi" og "forystu í sjálfbærri þróun", sem birtist meðal annars í orkuöflun borgarinnar. 

Einn stærsti þátturinn í að flagga þessari ímynd náðist með því að krækja sér í umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir nokkrum árum. 

En sumar staðreyndirnar, sem stangast á við þessa ímynd hreinleika og sjálfbærni, eru býsna stórar. 

Á svæðinu frá Þingvallavatni til Reykjanesstáar fer fram stórfelld orkuöflun í gufuaflsvirkjunum, nánar tiltekið hátt í 700 megavött, sem að mestu leyti framleiðir orku fyrir stóriðju. 

Þessi orkuöflun er fjarri því að standast kröfur um sjálfbæra þróun, því að um hreina rányrkju er að ræða í raun.  

Fyrir þremur árum kom í ljós við mælingar, að land hefur sigið um allt að 18 sentimetra á báðum helstu virkjansvæðunum, og meira en helmingur orkunnar, sem fer dvínandi og stefnir í að verða uppurin á þessari öld, er á yfirráðasvæði Reykjavíkur. 

Og þrátt fyrir metnaðarfullar og stórmerkar tæknilegar aðgerðir til að binda útblástur virkjananna verða gestir utan af landi vel varir við hið eitraða loft, sem leggur frá virkjununum í ákveðnum vindáttum. 

Þegar fréttir berast af loftmengun langt yfir heilsuverndarmörkum koma kínverskar og indverskar  borgir helst upp í hugann. 

En, eins og Samtök lungnasjúklinga bendir á, lendir Reykjavík árlega í flokki með borgum mestu loftmengunar í heimi án þess að séð verði að neitt hafi verið gert til að breyta því. 


mbl.is Lungnasjúklingar haldi sig innan dyra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband