Sérkennilegur "múslimskur glæpalýður", sem ógnar þjóðaröryggi BNA.

Forseti Bandaríkjanna var snöggur að afgreiða flóttafólkið sem hefur gengið hundruð og þúsundir kílómetra í átt til hins forðum fyrirheitna lands frelsisins. 

Hann kvaðst hafa pottþéttar heimildir fyrir því að lunginn af þessu fólki væru múslimskir hryðjuverkamenn frá Miðausturlöndum og gönguna ætti að skilgreina í samræmi við það. 

Sem yfirmaður öflugasta herafla heims gaf hann út yfirlýsingu að hann væri að senda herafla að landamærunum nog myndi ekki hika við það að gefa hernum skipun um að beita skotvopnum gegn þessum lýð, sem ógnaði þjóðaröryggi Bandaríkjanna. 

Líklega á þetta við börnin, sem hafa látið lífið við lok göngunnar og með því orðið til þess að forsetinn geti andað léttara hvað þau varðar á hátíð friðarins. 


mbl.is Átta ára strákur lést á jólanótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Í hvaða frétt ertu að vitna varðandi að Trump fullyrði að flóttamennirnir við landamæri Mexikó séu upp til hópa múslimskir hryðjuverkamenn?

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.12.2018 kl. 07:53

2 identicon

Ekki eyðileggja hjá þér jólin, Ómar.
Það er George Soros,krati og óvinur fólksins, sem með stuðningi smyglaram vina sinna, sem skipuleggur þennan flóttamannastraumi - en ekki Trump,

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 26.12.2018 kl. 13:35

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hann sagði þetta fljótlega eftir að gangan hófst sem réttlætingu fyrir því sem hann sagði síðar varðandi skotleyfi hermanna á göngufólk í lok hennar. 

Ekki man ég nákvæmlega hvaða dag, enda væri það að æra óstöðugan að ætla að skrá niður öll þau kynstur af tístinu frá honum, sem orðið er að ígildi sérstaks stjórnvalds, samanber tístið um að draga alla bandaríska hermenn frá Sýrlandi. 

Það dugði til þess að yfirmaður hersins og varnarmálaráðherrann sögðu af sér. 

Trump hefur að vísu ekki endurtekið lengi ummæli sín um að kjarni göngunnar og stjórnendur hennar í raun væri hópur hryðuverkamanna frá Miðausturlöndum, en hann hefur heldur ekki dregið ummælin til baka. 

Ómar Ragnarsson, 26.12.2018 kl. 18:49

4 identicon

Hatur þitt á Trump virðist takmarkalaust. Ofstækið í þér minnir á fasismann í Evrópu fyrri hluta síðustu aldar.

Jón Garðat (IP-tala skráð) 26.12.2018 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband