Huawei og Dyun inni á gafli hjá mér.

Þar sem síðuhafi situr og párar þennan pistil horfir hann beint á tvö gripi, kínverska að uppruna, í litla skrifherbergi sínu. 

Við hliðina á tölvunni er svartur lykill merktur stórum stöfum með heitinu Huawei. Reyndist stórt framfarastökk þegar ég keypti hann í staðinn fyrir aðra minni af annarri gerð og hef síðan séð að Huawei ætlar sér forystu á sínu sviði á heimsvísu á næstu árum. 

Hins vegar er það rafreiðhjól af Dyun-gerð, sem er raunar framleitt á Ítalíu fyrir Bandaríkjamarkað en rataði til Akureyrar og síðan til mín í gegnum Bretland.

Tók hjólið upphaflega nýtt upp í illseljanlegan bíl, en féll fyrir kostum þess við frekari kynni og hef ekki einn séð öllu hentugri grip hér á landi.  

Hvorugt þessara ólíku tækja er áreiðanlega í náðinni hjá Donald Trump. 

Sem meðaljón átta ég mig ekki á því hvernig Huawei lykillinn getur verið hættulegur þjóðaröryggi Bandaríkjanna, Bretlands, Ástralíu og Íslands og hætti mér ekki út í neinar umræður um það. 

Kannski er það þannig.  

Hitt blasir við, að sumt af því, sem Trump úthýsir frá Bandaríkjunum, virðist gert á þeim forsendum, að þar sem óamerískar þjóðir á borð við Kanadamenn (Trump fellir aðeins BNA undir hugtakið Ameríka) hafa náð fótfestu í Guðs eigin landi með vörur, sem byggjast á hugviti, sem Bandaríkjamönnnum sást yfir, sér Trump þá leið eina til þess að "gera Ameríku mikla á ný" að koma í raun í veg fyrir innflutning slíkrar vöru. Er þjóðaröryggi Bandaríkjanna jafnvel nefnt í því sambandi. 

Hér blasir til dæmis við 209 prósenta nýr tollur á farþegaþotum í smærri kantinum, þar sem Kanadamenn nota aðra skrokkbreidd en Bandaríkjamenn til að fá fram fyllstu hagkvæmni og þægindi á þotum með ca 70-140 farþegasæti. 

Í stað þess að slá í bandaríska hugvitsmannaklárinn fer Trump þá leið að hygla úreltri bandarískri hönnun. Með því gerir hann ekki Bandaríkin mikil að nýju heldur stuðlar að stöðnun þeirra. 


mbl.is Íhuga að banna búnað frá Huawei
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar, það sem þú veist ekki er að í Bandaríkjunum er einn virkasti samkeppnismarkaður í heimi sá sem allar þjóðir heims vilja selja á. Það skiptir ekki máli þótt handónýtar vörur frá Kína hætta að berast þangað eða frá öðrum löndum því milli Bandarískra fyrirtækja ríkir grimm samkeppni sem stuðlar að vöruþróun ólíkt Ísland þar sem samtryggginginn ríkir ein.

Ragnar þ.þóroddsson (IP-tala skráð) 27.12.2018 kl. 12:01

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Sérðu yfirleitt nokkuð jákvætt við Trump?

Halldór Jónsson, 27.12.2018 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband