Spurningum í bloggpistli svarað. Brúin ótæk. Allsherjar úttektar er þörf.

Spurningarnar í færslunni á undan þessari eru ekki lengur spurningar. Ástand þessarar stóru brúar er afar slæmt. 

En því miður er þetta ekki eina brúin á landinu eða vegarkefli, þar sem svipaðar spurningar vakna, heldur skipta þessir staðir jafnvel hundruðum. 

Það myndi gera málin skýrari ef fram færi sérstök úttekt á öllum brúm og vegriðum á Íslandi í upphafi sérstaks átaks stil úrbóta. 

Sú var tíð fyrir aldarfjórðungi að fullyrt var að engin leið væri að gera vegrið á hættulegum vegaköflum á Hvalfjarðarveginum sem þá var ekinn, og útafkeyrsla endaði í sjónum, vegna þess að þau yrðu alltof dýr, yrðu jafnvel meira en tugur kílómetra á lengd. 

Síðuhafi stökk þá upp í TF-GIN og tók loftmyndir, sem sýndu, að aðeins 1300 metrar af vegriðum myndu nægja. 

Vegagerðin brást við þessu með því að gera þessi rið, sem var þó var því miður gert of seint til að bjarga lífi hjóna sem drukknuðu yst við Brynudalsvog þegar bíll þeirra fór útaf og lenti í sjónum. 

Ég kom á þann slysstað og það var ömurleg lífsreynsla að sjá helblágrá líkin.  


mbl.is Brúin „langt frá því“ ásættanleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

reyndar svolítið skrítið að vegrið skulu ekki hafa haldið þessi gerð á að halda vörubíl. svo ferðin hefur verið allnokkur eða hornið vitlaust. flest umferðaslys verða vegna mannlegra mistaka en ekki vegna vegarins. ef á að fara gera kröfur um vegbætur á slæmum köflum mun það kosta of fjár en auðvitað á þjóðvegur 1. að vera í forgangi um vegbætur. hvort lægri hraðamörk myndi bæta ástandið veit ekki.sú hugsun að kostnaður skipti ekki máli er ég ósamála meðalhófið má þarna við einsog á flestum sviðum nóg af draumóramönum í fjarmálageiranum 

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 28.12.2018 kl. 08:53

2 identicon

Ómar, þú svarar kannski sjálfum þér einu sinni enn um þetta hræðilega slys í nýjum pistli. Eftir frekari rannsókn á atvikum og kemur nú fram í fjölmiðlum er þetta sorglegt slys sem orsakast af gáleysi þessa vesalings fólks og vanrækslu.

Og hættir að berja á stjórnvöldum og löndum þínum sjálfum þér til upphafningar.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 28.12.2018 kl. 15:54

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sigrún mín, þú afgreiðir málið með því að taka aðeins hluta ábyrgðarinnar sem einu orsök þess, en sleppa alveg að geta þess, sem hefur komið fram í fjölmiðlum, að þetta brúarhandrið "er langt frá því að standast þær öryggiskröfur" sem gera þarf, og ekki aðeins það, í fréttum skömmu eftir athugasemd þína, kemur fram, að handriðið er ekki einu sinni fólksbílahelt. 

Í hundraða þúsunda bíla umferð verður aldrei hægt að girða fyrir mistök eða gáleysi allra, en það er hins vegar hægt að hafa öryggisatriði á borð við vegrið í lagi. 

Og það er billegt að afgreiða slysavarnarfólk út af borðinu með því að segja, að það sé aðeins að sinna slysavörnum og umræðum um þau "sjálfu sér til upphafningar."

Ómar Ragnarsson, 29.12.2018 kl. 10:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband