Kommúnistaflokkur Íslands var klofningframboð út úr alþýðuflokknum í upphafi kreppunnar miklu um 1939 og náði fótfestu óánægju með þær málamiðlanir, sem kratar þurftu að gera fyrir aððild að ríkisstjórnum undir forsæti Framsóknarflokksins.
Fylgið var á svipuðu róli og fylgi Sósíalistaflokksins er orðið nú vegna óánægju með kratíska flokka og hreyfingar og flokka.
Kommarnir leituðu eftir áhrifum og ítökum í launþegafélögum eins og sósíalistar gera nú.
Fylgistap Miðflokksins virðist ekki síður stafa af innri ágreiningi um vinnubrögð og stefnumótun en afleiðigar Klausturmálsins.
Fylgi Miðflokksins helmingast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar, þú viðhefur mikinn formála um einfalt mál: fylgistap Miðflokksins skrifast algerlega á Klausturmákið. Ekki spurning.
Ingibjörg Magnúsdóttir, 2.1.2019 kl. 23:44
Ég er ekki viss um að Miðflokkurinn sé að tapa fylgi vegna innri ágreinings. Hugsa að kjósendur viti lítið af því. Hann tapar fylgi vegna þess að forystusveit flokksins varð sér til skammar - og svo ennþá meira til skammar!
Upprisa sósíalista er ákaflega athygliverð. Hugmyndafræði sem hefur fyrir löngu dæmt sig úr leik - alls staðar valdið hörmungum og þrengingum - virðist enn og aftur eiga upp á pallborðið. Kannski er einhvers konar sjálfseyðingarhvöt á ferðinni - hver veit? Er ekki sagt að þegar allt er búið að vera í blóma of lengi verði fólk þreytt á því og þá þurfi stríð og uppreisnir?
Þorsteinn Siglaugsson, 2.1.2019 kl. 23:45
Kommúnistaflokkur Íslands var stofnaður 1930 (og var bara deild í Komintern, Alþjóðasambandi kommúnista, undir stjórn Dimitrovs og Stalíns), en kommúnistar unnu líka áfram hér undir nafni Sameiningarflokks alþýðu, Sósíalistaflokksins, frá því um 1938, þegar sú lína hafði komið frá yfirmönnum þeirra í Moskvu að mynda ætti breiðfylkingu með sósíaldemókrötum (sem þeir höfðu áður jafnvel fnæst og barizt gegn, ekki sízt í verkalýðfélögunum).
Þetta er vitaskuld allt vel skráð saga af ýmsum sagnfróðum, einkum dr. þór Whiehead, prof.em., ennfremur dr. Hannesi Gissurarsyni, Snorra G. Bergssyni, Þorleifi Friðrikssyni o.fl., jafnvel Óskari Guðmundssyni, að ógleymdu brautryðjendaverki dr. Arnórs Hannibalssonar, Kommúnismi og vistri hreyfing á Íslandi, sem Ragnar í Smára gaf út og ennfremur hina afhjúpandi fyrri bók Arnórs um Sovétríkin.
Það er notalegt að geta loks tekið hér aftur undir með Þorsteini kunningja mínum Siglaugssyni, eftir alls konar afvegu hans í öðru sýsli á vefslóðum, en hér átti ég nú fyrst og fremst við seinni klausu hans á þessari síðu Ómars.
Jón Valur Jensson, 3.1.2019 kl. 05:02
Var ekki kreppan mikla í sínu frjálsasta falli um 1929, þegar sumir burgeisar vörpuðu sér út um glugga á skýjakljúfum sínum?
Jón Valur Jensson, 3.1.2019 kl. 05:07
Kreppan vrstra hafði ekki áhrif á Íslandi fyrr en líða tók árið 1930.
Ómar Ragnarsson, 3.1.2019 kl. 07:53
Kreppan vrstra hófst í október 1929 og hafði ekki áhrif á Íslandi fyrr en líða tók árið 1930.
Ómar Ragnarsson, 3.1.2019 kl. 08:05
Sæll Ómar: sem og þið önnur þátttakenda umræðunnar hér á síðu / með þökk fyrir samskipti liðinna ára !
Jón Valur !
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.1.2019 kl. 16:32
.... frh.
Síðan hvenær: hefur dæmdur ritþjófurinn og ritsóðinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson verið marktækur, í nokkurri umræðu ?
Eða Óskar Guðmundsson - sem rukkaði mig um 2.500.- Krónur aukreitis, fyrir hið deyjandi Þjóðlíf (tímaritið) hans, og ýmissa vinstri félaga hans:: Haustið 1989 / og hann (Óskar Guðmundsson) galt mér aldrei þessar 2.500.- Krónur, sem mig munaði vel um á þeim árum, með nýstofnaða fjölskyldu.
Reyndu aðeins Jón Valur: að vanda mannavalið, þá þú vísar til ákveðinna heimildamanna, viðvíkjandi tiltekin málefni, vinsamlegast.
Með beztu kveðjum af Suðurlandi - engu að síður /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.1.2019 kl. 16:41
Mér er ekki illa við Óskar Guðmundsson, þótt þér kunni að vera það áratugum saman. Hann sótti ættfræðinámskeið hjá mér, en er sjálfur mikill fræðimaður, höfundur margra bóka, m.a. Alda-bókanna á elstu tímabilum þeirra (miðalda) og mikillar bókar um Snorra Sturluson, sem ég á enn eftir að ljúka lestri á (var of önnum kafinn sem oftar), og hef ég ekkert nema lof um þessi verk hans að segja.
Hannes H. Gissurarson er mikill rithöfundur, fjölda frumsaminna og ritstýrðra bóka, og er fjarri því að vera neinn "ritsóði" og hefur ekki stolið meira frá Laxness en sá "stal" frá afabróður mínum Magnúsi Hj. Magnússyni og fjölda annarra, eins og Eiríkur Jónsson (prests) útvísaði ýtarlega.
Jón Valur Jensson, 4.1.2019 kl. 01:44
Komið þið sæl - á ný !
Jón Valur !
Þrátt fyrir: heiðarlega viðleitni þína,til að reyna að bera í bætifláka fyrir þessa menn, er álit mitt á þeim:: algjörlega óskert / svo sem fram kemur hér, að ofan í minni fyrri athugasemd.
Því miður.
Með sömu kveðjum - sem þeim fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 4.1.2019 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.