Er lífeyrir ekki hluti af ævilaunum? Jú, og lífeyrisþegi er áfram launþegi.

Síðan lífeyrissjóðakerfið  var tekið upp fyrir um hálfri öld hefur hluti launa launafólks verið tekinn af launum þess og settur til hliðar í því skyni að launamaðurinn gæti gengið að þessu fé í ellinni án kjararýrnunar. 

Þess vegna er villandi að líta á þetta fé öðruvísi en sem hluta af ævilaunum hvers launamanns og reikna út í samræmi við það hve stórt hlutfall allra launamanna er undir 300 þúsund króna markinu.  

Það er mun hærri tala en 1%. 

Þar að auki eru 300 þús krónur á mánuði ekkert annað en sultarlaun.


mbl.is Rifist um mismunandi staðreyndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Ég er reyndar ekki viss um að ætlunin sé að lífeyrisþegar hafi sömu tekjur og vinnandi fólk. Yfirleitt eru útgjöld fólks talsvert minni eftir að starfsævinni lýkur og ég held að greiðslur í lífeyrissjóði, og þar með lífeyrisgreiðslurnar, taki mið af þessu.

Þorsteinn Siglaugsson, 3.1.2019 kl. 23:23

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Það er ekki endilega verið að tala um að við töku lífeyris hafi fólk sömu tekjur og meðan það stundaði vinnu Þorsteinn. Skerðingar og allskonar inngrip í upphaflegt markmið lífeyrissjóðakerfisins eru orðin með öllu ólíðandi. Aungvir hafa brotið lög um Tryggingastofnun Ríkisins oftar en pólitíkur, enda stéttin ekki þekkt af því að standa við stafkrók af loforðum sínum, eða fögrum fyrirheitum.

 Staðgreiðslu strax á lífeyrissjóðssgreiðslur. Hvers vegna jakkafataklæddum exelguttum er t.a.m. falið að braska með skattfé ríkisins af lífeyrissjóðsgreiðslum í áratugi er óskiljanlegt með öllu. Skapar þennslu, óvissu og spillingu, eins og berlega er að koma í ljós í dag, þar sem lífeyrissjóðir, með verkalýðsforkólfa innanborðs, naga til sín meir og meir af eftirlaunum launamanna og kvenna, í formi kostnaðar við rekstur kerfisins. Kerfis sem ég efast um að þorri launafólks skilji almennilega. Króna á móti krónu sennilega besta dæmið um það hve mikið er búið að kroppa í upphaflegt markmið með samtryggingunni, sem átti að koma öllum til góða, án stéttar, stöðu eða efnahags svo dæmi sé tekið, en var eyðilögð af pólitískum bjálfum. Hafi fólk hug á því að halda áfram að vinna, eftir að eftirlaunaaldri er náð, er stolið af því réttmætri eign þeirra og þjófurinn er ríkissjóður og amlóðarnir sem sjá um rekstur hans, pólitíkunum.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 3.1.2019 kl. 23:49

3 identicon

Miðað var við það að tekjur úr almennum lífeyrissjóðum (ekki laun og því er lífeyrisþegi ekki launamaður) væru um helmingur af ársmeðaltali ævilauna. Það viðmið hefur nú verið hækkað í 75%, hjá þeim sem nú eru að koma inn á vinnumarkaðinn, með auknum framlögum. Reglur og viðmið voru önnur hjá opinberum starfsmönnum.

Lífeyrisþegar eru ekki að taka út einhvern sparnað, þeir eiga ekkert í lífeyrissjóðunum til þess að taka út. Ekkert var lagt til hliðar. Með greiðslum af launatekjum hafa þeir meðal annars áunnið, keypt, sér rétt til vissra tekna ævilangt þegar/ef vissum aldri er náð. Þær tekjur eru óháðar launaþróun í landinu, enda ekki laun og ekkert tengdar launatöxtum.

Hvort 300, 600, 900 þús krónur á mánuði séu sultarlaun er svo allt önnur umræða. Sem og hvort fátækrabæturnar, sem ríkið greiddi því gamla fólki sem var tekjulaust og utan elliheimila, hafi einhverntíman verið hugsaðar sem viðbót við lífeyrisgreiðslur og aðrar tekjur.

Hábeinn (IP-tala skráð) 4.1.2019 kl. 01:30

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Legg til að Hábeinn kynni sér upprunaleg lög um greiðslur úr tryggingasjóði ríkisins, til eftirlaunaþega og hvernig pólitíkur hafa skert þær greiðslur. Hábeinn á, alveg eins og ég, rétt á ákveðinni greiðslu pr mánuð, eftir að eftirlaunaaldri er náð. Óháð, tekjum, stétt eða fjárhagslegri stöðu, samkvæmt þessum lögum. Að skerða þessar greiðslur, með krónu á móti krónu er þjófnaður og Ríkið er þjófurinn. Að sá sem greitt hefur alla sína tíð í lífeyrissjóð, frá því þeir voru stofnaðir, skuli ekki fá neitt umfram fyrir sitt framlag í samanburði við þann sem aldrei greiddi neitt, er ekkert annað en þjófnaður og eignaupptaka.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 4.1.2019 kl. 02:03

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Úr því þú hefur svona afskaplega takmarkaða þekkingu á lífeyriskerfinu okkar Hábeinn, ættir þú að halda þig við spurningar en ekki fullyrðingar, ef þú tjáir þig um þetta málefni.

Fyrir það fyrsta þá á launafólk lífeyrissjóðina, stofnaði þá í upphafi og var í fyrstu með alla stjórn þeirra. Síðar komu atvinnurekendur inn í stjórnir þeirra, með hækkun á iðgjaldi. Ríkið átti þarna engan þátt, nema þann einn að lofa því að lífeyðisgreiðslur myndu ekki skerða á neinn hátt annan rétt frá ríkinu.

Þó er það svo að þó launþegar eigi lífeyrissjóðina, þá er iðgjald hvers félagsmanns ekki hans eign. Þetta var sett upp sem tryggingasjóður, þannig að eftir ákveðnum reglum geta sjóðsfélagar fengið þaðan lífeyri ef þeir verða óvinnufærir og detta af vinnumarkaði um aldur fram.

Auðvitað eru lífeyrisgreiðslur launatekjur félagsmanna, enda greiddur af þeim skattur. Um það þarf ekki að deila eða hafa mörg orð.

Hitt líkar mér illa, að þú skulir kalla greiðslur frá Tryggingastofnun fátækrabætur. Þetta eru greiðslur úr ríkissjóði, sem í upphafi og fram á þessa öld voru greiddar til allra þeirra sem voru búnir að skila sínu til þjóðarinnar. Við sem erum vinnufær erum ekkert of góð til að greiða slíkar greiðslur til þeirra sem með hörðum höndum og svita unnu okkur í haginn. Það var síðan ekki fyrr en á þessari öld sem misvitrum stjórnmálamönnum datt í hug að tengja þessar greiðslur við aðrar tekjur aldraðra.

Og svona til að upplýsa þig örlítið meira, þá greiðir Tryggingastofnun ekki bara því aldraða fólki sem er utan dvalarheimila. Búseta skiptir þar engu og það var ekki fyrr en á síðari árum sem aðrar tekjur þessa fólks, s.s. lífeyrisgreiðslur, fóru að hafa þar áhrif. Þó var því skýrt lofað við stofnun lífeyrissjóðanna að slíkt yrði aldrei.

Gunnar Heiðarsson, 4.1.2019 kl. 06:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband