4.1.2019 | 03:49
Óþægileg staðreynd, áttfalt bruðl með næringu í nautgriparækt.
Þegar einn sona síðuhafa var kornungur gerðist hann grænkeri, Hann kvaðst líta á hina stórfelldu framleiðslu á heimsvísu, samanber kjörorðið "hugsaðu á heimsvísu - aðhafstu á landsvísu!"
Hann tilgreindi þá ástæðu að við nautakjötsframleiðslu í heiminum væri notað grænfóður á borð við maís þar sem áttfalt færri hitaeiningar og næring fengjust úr hnerju kílói af nautakjöti en myndu fást við beina neyslu úr hverju kílói af maísnum sjálfum.
Í þessu fælist gríðarlegt bruðl kolefnisfótspor og mengun í heimi þar sem hundruð milljóna byggju við sultarkjör.
Ég benti honum á að á Íslandi væri gras meginuppstaðan í fóðri holdanauta, án þess þó að ég vissi nákvæmlega hvort og þá hve mikið væri aðkeypt í formi kraftfóðurs.
En líklegt væri að meinlæti hans bæri snöggt um minni árangur hér á landi en sunnar á hnettinum.
Nema að hægt væri að framleiða matvöru til manneldis hér á landi.
Kom þá upp í hugann frásögn Gísla sögu Súrssonar af því þegar menn sem leituðu að Gísla komu að Ingjaldsfíflinu í lautu að bíta gras.
Besta ákvörðun sem ég hef tekið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll Ómar.
Mín reynsla er súað þeir sem aðhyllast vegan lífstílinn kunni illa að fara með staðreyndir og vilji helst bara segja hluta sannleikans.
Sannleikurinn er að meira en 80% af fæði matardýra á heimsvísu er óætt fyrir menn. Það er ekki maískornið sjálft eða sojabaunin sem dýrin éta í miklu magni heldur aukaafurð ræktunarinnar eins og t.d. plantan. Þetta á lika við um hveiti bygg og fleira. Einnig er hrat af korni úr brugghúsum notað í dýrafóður. Er ekki frábært að hafa þessar stórkostlegu skepnur sem jórturdýrin eru til að breyta annars óætri aukaafurð kornræktar í einhvern næringarríkasta mat sem völ er á fyrir menn.
Raunin er sú að af fóðri matardýra sem er ætt mönnum þarf 0.6 kg af korni til að framleiða 1 kg af kjöti. Það er dýrmætt.
Bestu kveðjur
https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S2211912416300013
Ævar Austfjörð (IP-tala skráð) 5.1.2019 kl. 11:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.