5.1.2019 | 03:17
Man nú enginn "þjóðaröryggi" A-Þýskalands og S-Afríku?
Berlínarmúrinn og Aðskilnaðarmannvirki í S-Afríku hlutu alþjóðlega fordæmingu á sinni tíð, einkum hjá forsetum BNA.
Þeir sem reistu múrinn og girðingarnar báru við þjóðaröryggi.
Nú er ðldin önnur og Bandaríkjforseti vegsamar nokkur hundruð sinnum stærri múr með hótun um frambúðarlokun ríkisstofnananna, sem hann hefur lokað.
Enda allt stærst og mest sen hann gerir.
Hugsanlega lokaðar árum saman | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Múrinn er nauðsynlegur til að hindra leka á landamærum. Hann virkar þannig.
Þú hefur lílega ekki heyrt um múr ESB á landamærum Tyrklands? það er alvöru múrverk úr steinsteypu og engin smásmíði hvorki að hæð né lengd
Halldór Jónsson, 5.1.2019 kl. 07:24
Já, það er rétt hjá þér. Trump gerir allt stærst og mest og betur en krataforsetarnir á undan honum.
Halldór Jónsson, 5.1.2019 kl. 07:26
Berlínarmúrinn var reistur til að halda fólki innan A-Þýskalands, ekki til að hindra aðra í að koma þangað. Landamæragirðingar í BNA eru til að hafa stjórn á straumi fólks inn í landið. Það leitast öll ríki við að gera og breytir í sjálfu sér ekki meginatriðunum hvort um er að ræða náttúruleg landamæri, girðingar eða steypta veggi.
Ég átta mig ekki á hvaða tilgangi þessi samanburður við A-Þýskaland og kynþáttaaðskilnað í S-Afríku þjónar. Ertu að reyna að fá lesendur þína til að trúa því að stefna Trumps sé sambærileg við apartheid eða kommúnisma með þessum samanburði? Ef svo er, finnst þér það þá vera heiðarlegt af þér?
Þorsteinn Siglaugsson, 5.1.2019 kl. 11:37
Omar er krati.
Hvað segja israelar
um vegginn við Gaza, hefur hann gert gagn? hefur hann fækkað morðum í Ísrael?
Kínverski múrinn gerði sama gagn og Trumpmúrinn á að gera, að halda glæpalýð frá samfélaginu, nóg er fyrir.
Svíþjóð hefur hvorki múra né eftirlit með innflæði terrorista, enda veit engin hversu margir eru í Svíþjóð, en íslamistar eru í tugum þúsunda í því landi.
https://samnytt.se/islamist-domd-tva-ganger-for-uppmaning-till-terrorism-kastas-ut-fran-danmark/
Það er þessi glæpalýður sem vesturveldin þurfa að losna við, en vinstrið vill flytja inn.
valdimar jóhannssonvv (IP-tala skráð) 5.1.2019 kl. 13:55
Það er nú sitt hvað að loka menn inni eða að loka menn úti!
Þorsteinn Styrmir Jónsson (IP-tala skráð) 5.1.2019 kl. 15:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.