Trump þreifar á valdinu.

Valdhafar heimsins hafa löngum gripið til harðra úrræða til að fá vilja sínum framgegt þegar annað hefur ekki dugað til.

Einn þeirra, Erdogan hinn tyrkneski, er dæmi um slíkt. 

Valdheimildirnar geta verið mismunandi í einstökum ríkjum og heitið mismunandi nöfnum, svo sem herlög, neyðarlög eða að lýst sé yfir neyðarástandi. 

Svo virðist sem Trunp telji yfirlýsingu á neyðarástandi ekkert smáræðis valdheimild fyrst hún gefi honum fjármagn, tæki, aðstöðu og mannafla til að byggja risamúr á 3100 kílómetra löngum landamærum á örskömmum tíma. 

Ef það að vera snöggur að þýðir að klára það fyrir næstu kosningar, þarf að klára 5 kílómetra mannheldan múr jafn öflugan og Berlínarmúrinn á hverjum einasta degi.

Ef svona er í pottinn búið er þetta ofurvald. Og það sem mesta ofurmenni og vinsælasti forseta í sögu Bandaríkjanna þarf vafalaust að ráða yfir að eigin dómi. 

 


mbl.is Kann að lýsa yfir neyðarástandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Demókratar eru ógn við öryggi, frelsi og lýðræði
í Bandaríkjunum því þar líkt og hér er það
pólitíkin þeirra og eigin hagnaður sem öllu skiptir
en ekki þjóð og þjóðarhagur eins og vera ætti.

Haltu endilega áfram að skrifa þetta þvogl þitt;
allar ályktanir þínar til þessa hafa reynst kolrangar
og þannig verður það áfram. You dont need to thank me!!
 

Húsari. (IP-tala skráð) 6.1.2019 kl. 00:28

2 Smámynd: Sæmundur Bjarnason

Peninga fyrir þessari aðferð þyrfti Trump að taka af fjárveitingum til hersins. Vel getur verið að hann gæti það, en það gæti orðið þungur baggi að bera pólitískt séð og mundi áreiðanlega leiða til mikillar lagaþrætu.

Sæmundur Bjarnason, 6.1.2019 kl. 04:21

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Allar ályktanir mínar til þessa hafa reynst kolrangar" Kunnugleg skrif úr launsátri, Húsari (Hilmar?)

Er það kolrangt að að landamærin. sem múrinn á að loka, séu rúmlega 3100 km löng og að á þeim um það bil 700 dögum sem eftir lifir af kjörtímabili Trumps þurfi að meðaltali tæpa 5 km á dag til að klára verkið?

Ómar Ragnarsson, 6.1.2019 kl. 08:06

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það má teljast furðulegt að Ómar skyldi ekki segja neitt þegar Barack Obama tók lögin í sínar eigin hendur, þverbraut stjórnarskrána, hunsaði þingið og setti DACA í framkvæmd. Geggjunarvinstralið fjölmiðlanna þorði ekki að segja neitt þá, því það myndi koma demókrataflokki þeirra illa: Obama Imposes Partial Dream Act by Fiat.

Trump hefur þó lögin með sér í þessu máli um að byggja hlið inn í Bandaríkin sem allir þurfa að fara um og fara þar með að lögum, eins og þegar herinn var látinn um ýmsar framkvæmdir í Bandaríkjunum.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 6.1.2019 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband