Alltof mikið um ofsaakstur.

Aukin löggæsla á götum og þjóðvegum er ekki bara spurning um auknar tekjur í ríkiskassann í formi sektargreiðslna, heldur ekki síður spurning um aukið umferðaröryggi og gríðarlegan sparnað, sem fylgir minnkandi tjóni í formi færri umferðarslysa og óhappa.

Þótt síðuhafi sé vegna breyttra verkefna ekki eins mikið á flandri og oftast fyrrum, enda lítið um eldgos eins og er, og breyttur ferðamáti hans hafi fært hann inn í aðra tegund umferðar, eru dæmi um gróf umferðalagabrot, háskaakstur og ofsaakstur alltof áberandi og sum þeirra framkvæmd við þær aðstæður, að viðkomandi ökuníðingur virðist nýta sér ofsahraðann, oft í þéttri umferð, beinlínis til þess að verða horfinn sjónum vitna á sem allra skemmstum tíma. 

Það verður að fara að taka til hendi í þessum málum.


mbl.is Ökuníðingurinn fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og þetta var nú kvenmaður, sem ók svo glæfralega!

Jón Valur Jensson, 9.1.2019 kl. 04:41

2 identicon

Í dag er það orðið algjör undantekning ef einhver gangandi vegfarandi sést með endurskinsmerki. Einsog aðstæður voru í morgun þá er það næstum glæpsamlegt

Sumir hjólreiðrarmenn eru líka ljóslausir og með ekkert endurskin.

Borgari (IP-tala skráð) 9.1.2019 kl. 16:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband