Jafnvel neytt aflsmunar.

Grimm regla númer eitt fyrir gangandi og hjólandi: Gerðu ráð fyrir því að enginn sjái þig, að þú getir átt von á því að hver sem er í kringum þig geti tekið upp á næstum hverju sem er. 

Allir eru innifaldir, gangandi, hjólafólk, ökumenn. 

Og allir geta gert mistök. 

Innan um leynist  jafnvel einn og einn sem jafnvel getur átt það til að neyta yfirburða bílsins yfir gangandi og hjólandi í trausti þess að sá, sem svínað er á, þori ekki annað en að vægja.

Síðuhafi hefur lent í slíkum aðstæðum, en oftast er þó um annað að ræða, svo sem fljótfærni, kæruleysi eða gáleysi í svona undantekningartilfellum.

Í blaðagrein einni var því ranglega haldið fram að hjólreiðafólk mætti ekki fara á hjóli eftir gangbraut yfir akbraut, heldur væri því skylt að fara af baki og leiða hjólið. 

Síðuhafi hefur borið þetta undir tvo af fróðustu Íslendingum um þessi mál og segja þeir þessa fullyrðingu ekki ekki rétta. 

En í umræddri grein voru ökumenn hvattir til að beita sér í þessu máli.

 


mbl.is Boða til mótmæla í kjölfar slyss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar! Þú veist að það er skylt að leiða hjól á gangbraut. Hvernig ætla tveir fróðustu Íslendingarnir að komast framhjá skýlausum ákvæðum umferðarlaganna um umferð á gangbraut? Og til upprifjunar: Í annarri grein: Gangbraut: 

   Sérstaklega merktur hluti vegar, sem ætlaður er gangandi vegfarendum til að komast yfir akbraut. "

Og svo í 3. grein: "Ákvæði um gangandi vegfarendur gilda einnig um þann sem er á skíðum, hjólaskíðum, skautum eða svipuðum tækjum; enn fremur um þann sem rennir sér á sleða eða dregur með sér eða leiðir tæki eða hjól. Þau gilda og um [fatlaðan einstakling] 2) sem sjálfur ekur hjólastól. "

Og af sjálfu leiðir að sá sem dregur með sér eða leiðir hjól er ekki á baki þess heldur gengur við hlið þess. Og þessi ákvæði eru í fullu gildi allt þar til þeim hefur verið breytt, sem ekki er orðið enn.

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 9.1.2019 kl. 16:42

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar lögin voru sett 1987 voru reiðhjól skilgreind sem frístunda- eða leiktæki en ekki sem samgöngutæki, enda er ekki orð um reiðhjól eða rafreiðhjól í textanum sem þú vitnar í innan gæsalappa.

Ómar Ragnarsson, 9.1.2019 kl. 19:47

3 identicon

Æi. Þetta var nú ekki sannfærandi röksemdafærsla. Hvaða hjól geta menn leitt með sér önnur en reiðhjól? Væru menn með vagnhjól í taumi? Og í nefndum umferðarlögum segir enn í 2. grein: "Reiðhjól: 

    [a. Ökutæki sem er knúið áfram með stig- eða sveifarbúnaði. 

    b. Hjól með stig- eða sveifarbúnaði, búið rafknúinni hjálparvél þar sem samfellt hámarksafl er 0,25 kW og afköstin minnka smám saman og stöðvast alveg þegar hjólið hefur náð hraðanum 25 km á klst. eða fyrr ef hjólreiðamaðurinn hættir að stíga hjólið....Ökutæki: 

   Tæki á hjólum, beltum, völtum, meiðum eða öðru, sem ætlað er til aksturs á landi og eigi rennur á spori. " Og þar sem áður er fram komið að reiðhjól er ökutæki gildir þetta vitaskuld einnig um þau.  Og í 3.grein stendur líka: "3. gr. 

 Ákvæði um umferð ökutækja gilda, eftir því sem við á, einnig um reiðmenn [og þá sem teyma eða reka búfé]. 1) "

Tæplega verður því haldið fram með sannfærandi hætti að þarna sé verið að skilgreina reiðhjól eða rafreiðhjól sem frístunda- eða leiktæki enda eru þau berum orðum kölluð ökutæki í lagatextanum. 

Þorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 9.1.2019 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband