Jeppar!, Jeppar! Jeppar! Jeppar! ?! ?! ?! ?!

Í kringum 1990 olli tilkoma fólksbíla, sem voru með með heilsoðinn skrokk og möguleika á fjórhjóladrifi því að framleiðendur slíkra bíla fundu upp nýtt samheiti yfir slíka bíla, jeppa, 6-7 manna bíla og pallbíla, "Sport-utility-vehicle", "SUV". 

Með útsmoginni auglýsingaherferð, sem stendur enn, aldarfjórðungi seinna, hefur þessum áróðursmeisturum tekist að heilaþvo fólk svo mjög að það slefar við það eitt að heyra orðið eii nefnt.

Markhópurinn fyrir þessa bíla gefur framleiðendum þeirra langjöfulustu kaupendurna, millistéttina, sem er veik fyrir stöðutáknu og tilbúin til að kosta nokkru til. 

Því miður fóru Íslendingar verst allra út úr þessum blekkingaleik með því að blanda orðinu jeppi í málið, kalla hluta þessara bíla jepplinga, en síðar sportjeppa.

Þegar orðmyndin jeppi var komin í málið, varð fjandinn laus, eins og sést vel þegar rennt er augum yfir það flóð auglýsinga og umfjöllunar í fjölmiðlum sem flæðir yfir landsmenn þessa dagana. 

Jeppi! Jeppi! Jeppi! Jeppi!  Jafnvel fjöldi bíla, sem eru hvorki með framhjóladrif né næga veghæð til að flagga þessu heiti eru kynntir með því að nota þetta töfraorð. 

Og langt yfir 90 prósent kaupenda kæra sig kollótta um torfærugetuna samkvæmt skoðanakönnunum erlendis enda örfáir sem hafa ekið bílum sínum utan malbikaðra vega.

Tveir nýir eigendur bíla sem aðeins eru seldir án fjórhjóladrifs sögðu við síðuhafa að það skipti ekki máli fyrir þá, því að afturdriflaus bíll líti alveg eins út og bíll með fjórhjóladrifi. 


mbl.is Nio sendir frá sér jeppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

"Markhópurinn fyrir þessa bíla gefur framleiðendum þeirra langjöfulustu kaupendurna, millistéttina, sem er veik fyrir stöðutáknu og tilbúin til að kosta nokkru til. "

Nú er esjuvíið talsvert ódýrar farartæki en hinn venjulegi íslendingur heldur.  Til dæmis kostar Rav4 í USA ekki nema ~3.500.000, sem er svipað og harlem týpan af Renault Megane kostar hér, sem er ekkert sérstakt stöðutæakn.

4runner, sem svo er alvöru heppi ennþá, kostar kanann nýr úr kassanum ~4.2 og yfir.  Það er minna en Nissan Xtrail kostar hér, og það er enginn jeppi fyrir fimmaur.

Það er enginn í rauninni að kaupa þetta fyrir jeppa einginleikana, eða fyrir útlitið, eða fyrir snobb.

Fólk kaupir svona esjuví vegna þess að það er þægilegt að komast inní þau, og að komast út úr þeim.  Dyrnar eru stórar og sætin þægileg.  Akkúrat það sem target-kaupendahópurinn vill og þarf, verandi að laumast yfir miðjan aldur og vel það.

Það reyndar virkar betur í útlandinu, þar sem fólk getur miklu betur keypt það sem það þarf, frekar en að fara í einverjar málamiðlanir vegna verðs.

Ásgrímur Hartmannsson, 10.1.2019 kl. 19:52

2 identicon

Fékk mér ungan Toyota Auris eftir meir en 20 ára jeppa- og hálfjeppaskrölt. 

Þvílíkur lúxus þvílíkur munur, maður líður eftir veginum og haggast ekki í sætinu. 

Hefði sennilega fengið bíladellu ef ég væri ekki orðinn svona klaufskur við beinskiptinguna og alla sex gírana. 

Bjarni G. (IP-tala skráð) 10.1.2019 kl. 20:08

3 identicon

ps. Hélt eftir fyrstu tvær ferðirnar til Reykjavíkur að bensínmælirinn væri bilaður.

Af hverju fá sér jeppa?

Bjarni G. (IP-tala skráð) 10.1.2019 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband