Hádegið verður 1 klst og 42 mínútum of seint í febrúar, hálftíma seinna en í nóv!

Kíkjum á almanak Háskóla Íslands fyrir Ísland 2019.

Þessa dagana er hádegi í Reykjavík klukkan 13:35 og verður hádegið komið í 13:42 um miðjan febrúar. 

10. nóvember var hádegið kl. 13:11 og hefur því verið sð dunda sér við það í svartasta skammdeginu að seinka sólarupprásinni um 31 mínútu einmitt þegar slík hreyfing kemur sér verst.

Jafnvel þótt ákveðið verði að flýta hádeginu um eina klukkustund yrði hún samt 42 mínútum of sein um miðjan febrúar.

Er það ekki andskotans nóg skekkja? 


mbl.is „Alls ekki klukk­unni að kenna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það að ætlast til þess að sólin sé hæst fyrri hluta dags er ekki nema nokkurra alda gamall tilbúningur. Hádegi, há dagur, sólin hæst, ætti að vera um 8 tímum eftir að við vöknum og 8 tímum áður en við sofnum, miðað við 8 tíma svefn. Þannig að ef það er hægt að tala um skekkju þá er hún í hina áttina, áhugasamir vilja seinka klukkunni þegar skynsamlegast og eðlilegast væri að flýta henni. Við værum þá, eins og forfeður okkar og aðrar dagverur í milljónir ára, að vakna við fyrsta hanagal en ekki lok mjalta.

Davið12 (IP-tala skráð) 11.1.2019 kl. 01:15

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

 Klukkan á Íslandi er bara í góðu lagi og ekki nokkur ástæða til að vera að hræra með hana. Eins og þetta er í dag, jafnar það út birtuskylirðin yfir árið "að meðaltali". Nokkuð sem er hið besta mál. Að bera fyrir sig óþægindi fyrir unglinga, eru haldlítil rök. Þeir verða alveg jafn syfjaðir á morgnana áfram, alveg sama hvað klukkunni líður. Snjalltækin og latir foreldrar sjá um það, algerlega óháð klukkunni. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 11.1.2019 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband