12.1.2019 | 12:57
Sérkennilegt ástand vestra.
Það er alþekkt fyrirbæri í vestrænum lýðræðisríkjum að ýmsar deilur, svo sem kjaradeilur, hafi mismiklar afleiðingar og áhrif langt út fyrir þau svið, sem tengjast beint deiluefninu.
En það bandaríska fyrirbæri að deila um eina einstaka fjárveitingu þingsins gefi æðsta yfirmanni framkvæmdavaldsins vald til að loka alveg stórum hluta alls óskyldra ríkisstofnana er eitthvað, sem þyrfti að útskýra betur ef unnt á að vera að leggja vandað og faglegt mat á eðli deila á borð við þá, sem nú hefur vaxið upp í nýjar hæðir.
Engin lausn í sjónmáli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta sérstaka fyrirbæri er ekki nýtt af nálinni þar vestra, mig rámar í gamlar fréttir af slíku þótt ég hafi ekki tiltækar tilvitnanir.
Kolbrún Hilmars, 12.1.2019 kl. 13:44
Á Íslandi eru kostnaðarliðir gæluverkefna bara fluttir yfir á aðra deildir
Rafræn þjónustumiðstöð stýrir vefþróun Reykjavíkurborgar og ber ábyrgð á rafrænni þjónustu borgarinnar. RÞM kemur einnig að framsetningu opinna gagna, tækninýjunga, ferlavinnu og hugmyndafræðilegri þróun notendaupplifunar.
En samt kostar reksturinn ekki neitt
Borgari (IP-tala skráð) 12.1.2019 kl. 19:01
Mikið vildi ég að þetta gerðist á íslandi. Oft á ári.
Virðist gerast í USA á nokkurra ára fresti. Gerðist seinast 2013 : https://en.wikipedia.org/wiki/United_States_federal_government_shutdown_of_2013
Hér er listi yfir önnur tilvik, ef menn finnst það áhugavert rannsóknarefni: https://en.wikipedia.org/wiki/Government_shutdowns_in_the_United_States
Ásgrímur Hartmannsson, 12.1.2019 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.