Aðstæðurnar skapa rússneska rúllettu.

Fyrir um 20 árum var rætt um það á Alþingi hvort hækka ætti leyfilega hámarkshraða á íslenskum þjóðvegum. Niðurstaðan varð sú að gera það ekki. 

Deila má um hvort það hefði verið í lagi á vegum þar sem gagnstæðar akstursstefnur eru kyrfilega aðgreindar, svo sem á tvöföldum brautum eða 2 plús 1 brautum. 

Athuga til dæmis reynslu Svía á þessu sviði.

Slysatölur ljúga hins vegar ekki til um þann grundvallar mun sem er á fyrrnefndum vegum og vegum með einni akrein í hvora átt án vegriðs á milli akstursstefna.

Á hinum mjóu vegum með eina akrein í hvora átt er verið að spila óhjákvæmilega rússneska rúllettu.

Að 8% bíla brjóti umferðarreglur í þéttri umferð við slíkar aðstæður er slæm frétt, og einnig er það slæm frétt að það skuli vera frétt að lögregla geri eitthvað í málinu.  


mbl.is Mynduðu ökumenn við Reykjanesbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband