Jökulsárgangan 2006 skilgreind sem umhverfishryðjuverk.

Það hefur farið eins og siðuhafi hefur lengi óttast, að 20 ára gömul síbylja um að umhverfis- og náttúruverndarfólk sé hryðjuverkafólk færi smám saman að hafa þau áhrif, að meira að segja yrði farið  að taka þessa skilgreiningu góða og gilda í opinberum skýrslum háskólastofnana og hjá háskólamenntuðu fjölmiðlafólki. 

Dæmi um þetta var heil myndskreytt fréttaskýringaropna í Fréttablaðinu í fyrrasumar um umhverfishryðjuverk í íslenskri sögu. 

Tilefni þessa yfirlits yfir íslensk "umhverfihryðjuverk" var sýning kvikmyndarinnar "Kona fer í stríð".

Meðal tilgreindra umhverfishryðjuverka í þessari fréttaskýringu var fjölmennasta mótmælaganga síðustu áratuga, Jökulsárgöngan 26.september 2006. 

Á ljósmynd af göngunni var sýndur fremsti hluti hennar og því sýnt skilmerkilega hvaða hryðjuverkafólk bæri ábyrgð á því að á bilinu 10-15 þúsund Íslendingar tóku þátt í þessu hryllilega voðaverki.  (Sjá nánar skilgreiningar orðabóka á orðunum hryðjuverk og terrorist) 

Með síðuhafa fremst á þessari mynd voru meðal annarra frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, og Guðmundur Páll Ólafsson rithöfundur og ljósmyndari, handhafi hinna íslensku bókmenntaverðlauna.

Orðin hryðjuverk og hroðalegur er náskyld og í orðabókum eru orðin hryðjuverk og hryðjuverkamaður birt sem íslensk þýðing á erlendu orðunum terrorism og terrorist, fólki sem notar illvirki og voðaverk á borð við manndráp til þess að skapa ótta, ógn og skelfingu með hræðilegum og hryllilegum aðgerðum.

Jökulsárgangan 2006 fór friðsamlega, hljóðlátlega og virðulega fram með fullu leyfi yfirvalda.

Siðuhafa rann til rifja skilgreiningin á samferðafólki hans í göngunni í umfjöllun baðsins og hringdi því í blaðið til að vekja athygli vaktstjóra á augljósu misræmi á alþjóðlegum skilgreiningum og hinni nýju skilgreiningu blaðsins.

Ekkert gerðist í því máli mér vitanlega, þannig að skilgreining blaðsins stendur.   

 


mbl.is Skoða þurfi skýrsluna í ljósi gagnrýni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Rétt skilgreining á umhverfishryðjuverki er vitanlega hryðjuverk gegn umhverfinu.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.1.2019 kl. 11:32

2 Smámynd: Ómar Geirsson

Hafðu ekki áhyggju nafni, þú endar þarna í góðum hóp með mönnum eins og Gandhi og King, svo einhverjir meintir hryðjuverkamenn eru taldir upp.

Svo er Þorsteinn með naglann hér að ofan.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.1.2019 kl. 12:22

3 identicon

Sæll Ómar.

Meginniðurstaða þessarar skýrslu er
að hvalveiðar séu þjóðhagslega hagkvæmar.

Hver er skoðun þín á þeirri niðurstöðu?

Húsari. (IP-tala skráð) 19.1.2019 kl. 13:13

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Niðurstaðan byggir á því að beint línulegt samband sé milli hvalveiða og stærðar fiskistofna. Þetta hröktu vísindamenn Hafró strax og skýrslan kom út. Því stendur ekkert eftir um hina meintu þjóðhagslegu hagkvæmni.

Þorsteinn Siglaugsson, 19.1.2019 kl. 15:46

5 identicon

Sæll Ómar.

Hvað segir heilbrigð skynsemi um niðurstöðu Hafró?
Veiðist það sem hvalurinn tekur til sín?

Hvert eru menn komnir í þessum fræðum!

Húsari. (IP-tala skráð) 19.1.2019 kl. 18:35

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég þurfti alloft að fjalla um hvalveiðar hér á árum áður og hvalasérfræðingar hafa einfaldlega svarað spurningum svipað og þeir gera nú : 

1. Ef ekki verður gripið hressilega í taumana til að stöðva fjölgun hvala, munu þeir útrýma fiskistofnum við landið. 

Svar: Áður en menn hófu hvalveiðar höfðu hvalir verið látnir í friði og haft hundruð þúsunda ára til útrýma fiskistofnum.  En því fór víðs fjarri að þeir hefðu gert það því að í ósnortnu ástandi leitar náttúran sjálf nýs jafnvægis.

2. Við verðum að bjarga þorski og loðnu frá því að hvalirnir éti upp fiskistofnana.

Svar: Sama og svarið við 1. en þar að auki lifa hvalir að langmestu leyti á átu.  

Ómar Ragnarsson, 20.1.2019 kl. 13:28

7 identicon

Sæll Ómar.

Geri ráð fyrir að tannhvalir
séu tenntir til einhvers annars
en að fylla sig af átu!

Ætli Affenhorror skrifi ekki upp á það?

Að öðru leyti fer það eftir stærð,
tegundum og umhverfi.

Í upphafi var orðið og Adam gat Set!

Húsari. (IP-tala skráð) 20.1.2019 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband