Ólgusjór í aldarþriðjung.

Stofnun Stöðvar 2 1986 þótti fífldjörf og bíræfin, - og fyrirtækið stóð tæpt og barðist fýrir lífi sínu dag frá degi. 

Ástæðan blasti við: 

Markaðurinn íslenski var svo örsmár, að það var langt í frá að hann gæti borið upp tvær sjónvarpsstöðvar, hvað þá þegar önnur þeirra var ríkisfyrirtæki.

Viðbótar sjónvarpsstöðin hlaut að bjóða eigendum og starfsfólki upp á óbærilega erfiðar aðstæður og starfskjör sem hlytu að enda með ósköpum.  

Nær öll þessi hrakspá um óvissuna gekk eftir, - nema síendurtekna hrakspáin um hrun fyrirtækisins.

Dag frá degi vissu starfsmenn ekki að morgni, hvort þeir yrðu atvinnulausir að kvöldi og þvi siður hverjir eigendur fyrirtækisins yrðu ef eitthvað óvænt gerðist til björgunar á síðustu stundu.

Í 33 ár hefur þetta verið sjónvarpsstöðin, sem getur ekki dáið. 

Árin 6,4 sem síðuhafi starfaði í þessu umhverfi buðu upp á upplifun, sem hann hefði fyrir enga muni viljað missa af. 

Þegar hið tryllta ævintýri hófst fyrir 33 árum hvarflaði það ekki að manni, að það ætti eftir að endast og endast og endast, svo mjög sem það virtist dauðanum merkt.

Þess vegna er best að spá sem fæstu nú. 

 

 


mbl.is Kostnaður enn íþyngjandi hjá Sýn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband