Of mikil bylting á svona einfaldan hátt?

Þegar fyrstu farsímarnir, stærðar hlunkar, voru teknir í notkun hér á landi, hefði sá maður verið talinn snarbilaður, sem hefði orðað þann möguleika Skype að geta talað í gegnum smá vasasímasíma augliti til auglitis við annan mann eða fleiri yfir þveran hnöttinn.

Frá einhverjum fundinum um tæknilega möguleika á beinum útsendingum í nýstofnuðu íslensku sjónvarpi fréttist að sagt hefði verið:

"Nei, ekki þetta. Þetta er nýjung og reynslan sýnir að allar nýjungar hafa reynst okkur varasamar og margar til hreinnar bölvunar." 

Þessi orð koma í hugann þegar lesið er um magnaðar hugmyndir á þessu sviði hjá fyrirtækinu OZ.

 


mbl.is Vilja umbylta útsendingum frá íþróttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband