21.1.2019 | 14:24
Hamast við að gera Klausturmálið að nýju sakamáli.
Tveimur mánuðum eftir að ný tegund klausturlifnaðar var stundaður er hamast við það í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum hjá sumum í hópi stuðningsmanna Klastursfólksins að reyna að halda málinu gangandi á þeim nótum að hið raunverulega sakamál sé samtvinnað samsæri, nú orðið að hefndarherferð Steingríms J. í kjölfar saknæmrar árásar Báru Halldórsdóttur inn í einkalif Alþingismanna.
Á bloggsíðu eru viðraðar grunsemdir um að upptaka Báru sé fölsuð.
Sé svo, hvað þá um játningar Klausturfólsins?
Segir þingforseta svala hefndarþorsta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Játningarnar eru líka falsaðar. Eins og í Geirfinnsmálinu. Bíddu bara eftir næstu grein frá aðal.
Þorsteinn Siglaugsson, 21.1.2019 kl. 16:08
Ég segi einsog góða fólkið:
Sannleikurinn er sagna bestur, nema þar sem það á ekki við.
Ef Bára upptakari og lögfræðigengið hennar hefur ekkert að fela, af hverju eru þau þá að hindra að allt komi uppá borð?
Richard Þorlákur Úlfarsson, 21.1.2019 kl. 17:45
Á meðan HAMAST Samfylkingin á að Braggamálið sé einugis pólitískt upphlaup sem sé komið út í skurð
Borgari (IP-tala skráð) 21.1.2019 kl. 18:33
Mér finnst síðasta orðið í pistlinum langflottast, og ekkert víst að það hafi verið innsláttarvilla.
Thorvaldur Sigurdsson (IP-tala skráð) 21.1.2019 kl. 22:09
Takk fyrir að benda mér á innsláttarvilluna. Úr því sem komið er mega lesendur ráða hver fyrir sig, hvort k-ið, sem datt út, er í orðinu eða ekki.
Ómar Ragnarsson, 21.1.2019 kl. 23:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.