40 ára styrjöld, sem ekki sér fyrir endann á.

Þegar Kalda stríðið hófst eftir Seinni heimsstyjöldina mótaðist sú stefna Bandaríkjamanna að reisa eins konar varnarmúra hernaðarbandalaga utan um kommúnistaríkin Sovétríkin og Kína. 

Á 6.áratugnum mótaði John Foster Dulles utanríkisráðherra þessa stefnu, en áður höfðu Bretar og Bandaríkjamenn gefið tóninn með því að steypa Mossadeck af stóli í Íran til að tryggja olíuhagsmuni sína.

Sovétmenn litu á þessa stefnu sem ógn við sig tilraun til umkringingar og innilokunar.

Afgaistan leit í þeirra augum eins og nauðsynlegur stuðpúði á milli Sovétríkjanna og Pakistan, og gerðu stjórn Afganistan að eins konar leppstjórn sinni.

En síðla árs 1978 fór allt í bál og brand þegar múslimskir uppreisnarmenn, Mujahedin, skæruliðar,sem Bandaríkjamenn höfðu að sjálfsögðu veitt aðstoð, réðust til lokaatlögu og hrifsuðu völdin.

Við þetta varð Sovétstjórnin felmtri slegin, ekki aðeins af hernaðlegu ástæðum Kalda stríðsins, heldur einnig vegna múslima meðal íbúa í nálægum ríkjum Sovétsamveldisins.

Rauði herinn var því sendur inn í Afganistan í árslok 1979 til að koma á fót hliðhollri stjórn  að nýju.

Þetta var hins vegar arfa vanhugsuð aðgerð, sem varð eitt af því sem olli falli Sovétríkjanna og kommúnismans í Austur-Evrópu.

Öfgafullir múslimar, Talibanar, efldust í valdastólunum og árásin á Bandaríkin 11, sept 2011 kórónaði það hvernig skepnan reis gegn skapara sínum, sem hafði stutt hana gegn Sovétmönnum.

Í kjölfarið kom innrás NATO og styrjaldarástand, sem enn sér ekki fyrir endann á.

Við blasa hræsni, vanmat, skilningsleysi og axarsköft stórveldanna, sem drógu meðal annars íþróttafók heimsins inn í deilur sínar og eyðilögðu tvenna Ólympíuleika. 1980 og 1984.    

 


mbl.is 65 létust í árás talibana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Þormar

Hvenær hófust krossferðirnar?

Hörður Þormar, 23.1.2019 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband