23.1.2019 | 23:55
Fjölhæfasta verkfærið í snjó: Kústurinn.
Fyrir um það bil áratug, þegar snjóaði talsvert í Reykjavík, fjallaði pistill hér á síðunni um efni fyrirsagnarinnar hér að ofan; að hreinsa snjó af bílum og í kringum þá.
Áratuga reynsla síðuhafa hefur fært síðuhafa heim sanninn fyrir gagnsemi fjölhæfasta og hlutfallslega handhægasta verkfærinu, sem er einfaldlega gamli góði strákústurinn.
Að vísu verður yfirleitt að grípa til góðrar snjósköfu eftir notkun strákústsins við að fínhreinsa ís og hrím, en lengdin á skafti strákustsins gerir hann að yfirburða verkfæri til að hreinsa ALLAN snjó af bílnum og af svæðinu næst honum.
Kústurinn nýtur sín best í lausamjöll, sem fallið hefur í frosti, en síður ef snjórinn er blautur og þungur eða hefur frosið og orðið að skara og hjarni.
Að undanförnu hefur kústurinn skipt sköpum fyrir síðuhafa, sem hefur verið einhentur vegna axlarbrots.
Kústurinn hefur líka reynst ómetanlegur fyrir bakveikan mann við að einhenda sér í verkið.
Myndirnar eru teknar við upphaf verks í dag, áður en dimmdi.
A þessum bíl, Susuki Grand Vitara dísil árgerð 1998, jöklabreyttur á 35 tommu dekkjum, er sérstök kúla á stýrinu fyrir fatlaða, og þess vegna hefur hann verið hafður klár að undaförnu.
Lögreglan varar við grýlukertum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég var búinn að segja þér að keyri maður á hjóli og sérílagi á vélhjólum þá er það ekki spurning um hvort heldur bara hvenær.
Sjáist fagurt mótorhjól þá stoppar ákveðinn maður og gengur í hringi og kumrar við krómið. Að endingu gengur hannn í burtu og segir við sjálfan sig: Þú veist að þú hefur ekki þroska til að eiga svona eða setjast á það. Þú verður að reyna að halda því sem þú hefur hefur eftir af skrokknum þenna stutta tíma sem eftir er.
Ég vildi óska að ú áttaðir þig á ártalinu og því að við almenningur viljum sem lengst horfa á þig í Ferðastiklum labba í einu stykkki um fjöll og firnindi heldur en að hafa áhyggjur af meðfæddum og ólæknandi fíflaskapnum í þér sem þú sýnir á þessum horngrýtis hjólum. Flugvélarnar eru faratækið dyrir þig Ómar. Leyfðu okkur að njóta þín meðan kostur er og leiktu á örlítið lægri nótur á borðinu í lífinu en þú sýndir með axlarbrotinu.
Það er ekki spurning fyrir þig hvort heldur bara hvenær ef þú heldur þessari helvítis vitleysu áfram á tvíhjólum.
STOPP þetta er búið hjá þér.
Halldór Jónsson, 24.1.2019 kl. 02:20
Það verður að reyna að nota gráa stöffið í flugi sem öðru ef maður ætlar að tóra lengur.
Halldór Jónsson, 24.1.2019 kl. 02:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.