24.1.2019 | 23:50
Vanræksla, sem getur ráðið úrslitum þegar litlu munar.
Góðar merkingar og öryggisatriði og viðhald þeirra geta aldrei komið ein og sér í veg fyrir slys og óhöpp, sem hljótast af mistökum eða gáleysi eða lögbrotum í umferðinni.
En því miður er vanræksla á þessum atriðum, til dæmis á viðhaldi of oft það sem endanlega ræður úrslitum í þessum efnum eins og síðuhafi getur vitnað um varðandi árekstur tveggja rafreiðhjóla á mjórri hjólabraut fyrir þremur vikum, sem kostaði annan hjólamanninn axlarbrot af völdum gáleysis hins hjólamannsins.
Hinn gálausi var að reyna að lesa niður fyrir sig í rökkri á ferðinni á lítinn rahlöðumæli til að átta sig á því hvort nægt rafafk væri eftir til að komast á leiðarenda. .
Við þessa dýrustu og umtöluðustu hjólabraut landsins eru lágir ljósastaurar sem gefa hugsanlega næga lýsingu til þess að lesa á svona mæli. ef hjólið er statt beint undir þeim.
Í stað þess að stansa undir staur og gera þetta ákvað rafhjólsmaðurinn að reyna að "grísa" á lesningu án þess að hægja ferðina.
Það þýddi að aðeins sást á mælinn innan við sekúndu þegar hjólið fór framhjá hverjum staur.
Svona fráleit freisting byggist að hluta til á því að þótt knapinn horfði niður sæi hann jafnframt hvítu strikalínuna, sem er á miðju hjólastíga og skiptir þeim í tvennt.
En þá kom að atriðinu sem réði úrslitum:
Viðhald á hinum máluðu línum hefur lengi verið vanrækt, svo að sums staðar hafa þær alveg horfið og sums staðar rétt grillir í þær.
Fyrir bragðið missti hjólamaðurinn sjónar á stöðu sinni og fór yfir á rangan stígshelming í veg fyrir hjól sem kom á móti.
Slysið gerðist í "sumarveðri", sjö stiga hita, logni og þurru veðri eftir marga vikna góðviðriskafl.
Algengasta orsök umferðarslysa "fjarverandi vegfarendur" við lestur eða hlustun olli þessu slysi.
En ekki er hægt að útloka að vanræksla við viðhald merkinga hafi ráðið úslitum um það hvernig fór.
´
Vilja bætta lýsingu og merkingar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
sá slasaði gátur huggað sig við það að hluti vegafjár fer í heilbrigðiskerfið og löggæslu í stað þess minka hugsanéga slys á vegum, svolítið skrýtinn forgangsröðun að auka hugsanlega slysatíðni svo sjúklíngum líði betur á eftir áreksturinn
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 25.1.2019 kl. 07:06
Kristinn! Eigum við þá bara að láta þann slasaða liggja þar til við höfum komið vegakerfinu í lag? Eða eigum við að meðhöndla þá slösuðu þótt það kosti að uppbygging vegakerfisins verður hægari?
Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.1.2019 kl. 12:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.