26.1.2019 | 12:50
"Virkja stanslaust! Annars verður kreppa og atvinnuleysi!"
Fróðlegt er að rifja upp 20 ára gamalt samtal síðuhafa við einn af helstu ráðamönnum landsins í tilefni af áframhaldi þeirrar stífu stórvirkjanastefnu sem boðuð er raforkustefnu sem kynnt er í Morgunblaðinu í dag.
Ofangreind orð sagði Finnur Ingólfsson við síðuhafa þegar hann réði miklu um orkumálin í embættum iðnaðarráðherra og Seðlabankastjóra og framundan voru virkjanir á næstu árum, sem þrefölduðu raforkuframleiðslu Íslands svo að hún yrði fimmfalt meiri en Íslendingar þyrftu sjálfir fyrir eigin heimili og fyrirtæki:
Finnur:
"Þú veist það, að við verðum að virkja stanslaust, því að annars verður hér kreppa og atvinnuleysi."
Síðuhafi:
"En hvað eigum við að gera þegar við erum búin að virkja allt semvirkjanlegt er og fórna fyrir það helstu náttúruperlum landsins?"
Finnur:
"Þá verðum við dauðir, svo að það verður bara viðfangsefni þeirra kynslóða sem þá verða í landinu."
Þörf fyrir tvær Búrfellsstöðvar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta eru mjög dæmigerð svör frá einum helsta glæpamanni landsins. Hvað er annars orðið af Finni? Er hann týndur?
Þorsteinn Siglaugsson, 26.1.2019 kl. 13:04
Nei Þorsteinn, hann er ekki týndur, Finnur Ingólfsson er nú væntanlega helsti ráðgjafi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG varðandi þriðja orkupakkann og lagningar sæsrengs. Undarlegt hvað hugmyndir Finns, sem þú kallar réttilega einn helsta glæpamann landsins, fara saman við hugmyndir Sjálfstæðisflokksins, eða öllu heldur forystunnar án flokks.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 26.1.2019 kl. 13:50
Það er oft gagnlegt að rifja upp nýliðna sögu til að skyggnast um, svo sjá megi betur í hvað stefnir. Vonandi ber þjóðin gæfu til að hlusta á og taka mark á varúðarorðum þess öndvegismanns og þjóðargersemi sem Ómar Ragnarsson er. Takk fyrir að rifja nú upp þetta 20 ára gamla viðtal þitt við fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóra.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 26.1.2019 kl. 15:02
Ég man ekki betur en hugmyndir Finns hafi löngum farið saman við hugmyndir Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, bæði forystu og þorra flokksmanna.
En hvernig veistu að hann sé ráðgjafi stjórnarinnar? Hefur þú fundið Finn?
Þorsteinn Siglaugsson, 26.1.2019 kl. 15:23
... eða eins og sagt var, hvort það er rétt eða ekki veit ég ekki: Sá á Finn sem finnur.
Þorsteinn Siglaugsson, 26.1.2019 kl. 15:23
Já, Þorsteinn
það er rétt sem þú segir að hugmyndir Finns, sem þú réttilega kallar einn helsta glæpamann landsins,
fara iðulega saman með ráðandi öflum í Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki.
Hvað segir það okkur um þessa flokka, alla vega síðustu tuttugu ára?
Nei, ég hef ekki fundið hann, sagði einungis að væntanlega væri hann nú einn helsti ráðgjafi ríkisstjórnar þessara flokka, og Vinstri Grænna.
Óli Ól er örugglega þar nærri sem finna má Finn.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 26.1.2019 kl. 15:40
Við framleiðum meira rafmagn en við notum sjálf, veiðum meiri fisk en við borðum og reisum fleiri hótel en við notum. Og þetta gerum við af sömu ástæðu. Þetta gerum við til að kaupa lúxus eins og ljósaperur, appelsínur, lyf og bensín. Sumir eru ekki sáttir við það og vilja að við látum okkur nægja að framleiða bara það sem við þurfum sjálf að nota. Telja að nú sé nóg komið, og rúmlega það, draga skuli verulega saman framleiðslu og að komandi kynslóðir geti vel látið sér nægja lítið brot af öllum þessum lúxus sem við teljum okkur þurfa. En ekki Finnur Ingólfsson.
Davið12 (IP-tala skráð) 26.1.2019 kl. 18:08
Það eru ferðaþjónusta og sjávarúvegur sem gefa næstum þrefalt meiri virðisauka inn í þjóðarbúið hvort um sig heldur en stóriðjan.
Alcoa fékk sérákvæði í orkusamninginn sem tryggir fyrirtækinu að flytja tekjur svo tugum milljarða skiptir í 40 ár tekjuskattfrítt úr landi.
Ómar Ragnarsson, 26.1.2019 kl. 22:46
Að vera á móti virkjunum vegna þess að einhver segir stóriðju ekki skila nægum tekjum er eins og að vera á móti ferðaþjónustu vegna þess að skemmtiferðaskip skili ekki nægum tekjum. Við hættum ekki að virkja vegna þess að stóriðjan skilar ekki nægum tekjum og við lokum ekki fyrir erlenda ferðamenn vegna þess að skemmtiferðaskip skila ekki nægum tekjum. Samningur álbræðslu eru heldur ekki góð rök gegn raforkuframleiðslu frekar en að heimildir skemmtiferðaskipa til að menga eins og andskotinn séu rök fyrir banni á ferðamenn. Það þarf betri, og vitrænni, rök en þau vilji menn láta taka mark á sér. En það er náttúrulega bara mín skoðun og öllum frjálst að vera ósammála. Og allt er þetta bara skemmtun, ekki veit ég um neinn sem hefur nokkurn tíman skipt um skoðun vegna færslu á bloggsíðu. Hvar er Finnur er sennilega það sem sat eftir af þessari síðu og olli mestu heilabrotunum.
Davið12 (IP-tala skráð) 27.1.2019 kl. 00:28
er nú skinsamlegt að fækka eggjunum í þjóðarkökuna til að blómstra þurfum víð mörg egg og fjölbreyta atvinnuveigi. ef einn ver niður á annar að far upp öfgar í allar áttir er af hinu slæma líka öfga grænir
kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 27.1.2019 kl. 07:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.