29.1.2019 | 06:46
Yrðum samt með hádegið meira en hálftíma of seint.
Eina staðreynd verður að hafa i huga þegar hugað er að stillingu klukkunnar hér á landi miðað við sólargang:
Núverandi klukkan er rosalega fljót, því að jafnvel þótt klukkunni yrði flýtt um klukkustund frá því sem nú er, yrði hádegið áfram rúmlega hálftíma eftir klukkan tólf hjá þorra landsmanna.
Hin raunverulega lína á milli eins tímabeltis vestan GMT og næsta tímabeltis þar fyrir vestan liggur um 22 gráður og 30 minútur v.l. þannig að Suðurnes með Keflavíkurflugvelli, Snæfellsnes og mestallir Vestfirðir myndu lenda tveimur tímum á eftir GMT tímabeltislínan yrði bein frá suðri til norðurs.
Þess vegna er það ekki rétt að klukkuseinkunarsinnar hafi einhvern ósanngjarnan sigur með færslu klukkunnar hvað varðar "rétta" klukku, heldur hafa landsmenn aðeins nálgast það að láta klukkuna endurspegla sólarganginn.
Mikill meirihluti vill seinkun klukku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að það geti verið að fólk sé ennþá að rugla því saman
því að seinka / flýta klukkunni?
Ef að svefnrannsóknarfólk vil fá meiri birtu á morgnana fyrir skólakrakka
væri þá ekki rökréttara að FLÝTA klukkunni um 1 klst frekar en að seinka henni?
https://thjodarskutan.blog.is/blog/thjodarskutan/entry/2228612/
Jón Þórhallsson, 29.1.2019 kl. 09:16
Það stendur til að hætta að færa klukkuna til í löndum Evrópu, en halda henni óbreyttri allt árið.
Hins vegar skilst mér að ekki sé enn búið að ákveða hvort það verði "sumartími" eins og hér á landi eða "standard Miðevróputími". Á meðan það er enn óákveðið, þá þykir mér vera hið mesta óráð að hrófla við klukkunni hér á landi.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 29.1.2019 kl. 18:54
Það er mjög óeðlilegt að vera með sólina í hæsta stað eftir aðeins þriðjung af deginum. Og á frídögum jafnvel á fyrsta fjórðungi dagsins.
Hvort er mikilvægara, að þjóðin njóti sem flestra birtustunda eða að þjóðin fái birtuna fyrr á morgnana? því fyrr sem bjart er á morgnana þeim mun fleiri sofa af sér fyrstu birtu morgunsins. Að seinka klukkunni fækkar þeim stundum sem þjóðin nýtur birtu.
Tímabeltin og klukkan eru seinni tíma uppfinning og segja ekkert um hvað náttúran ætlaði okkur. Og ég efast um að hún hafi ætlast til þess að mannskepnan vaknaði mörgum klukkutímum á eftir öllum öðrum skepnum. Þegar sól fer að síga eftir hæsta punkt eru dýrin búinn að vaka jafn margar stundir og þau eiga eftir að vaka en við erum ný vöknuð... og nú vilja margir færa fótaferðatímann nær miðju dagsins, hápunkti sólargangsins.
Davið12 (IP-tala skráð) 30.1.2019 kl. 00:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.