Mjög óvenjulegt flugslys.

Milljón flugvélar eru í notkun í heiminum og því er margt sem getur gerst. En flugslysið í Nepal í fyrra var afar óvenjulegt. 

Að visu er ákveðinn blær yfir flugvellinum í Katmandu vegna hrikalegs fjallalandslagsins og flugs að og frá honum, en þó er það ekkert óviðráðanlegt með nútíma flugtækni.

Þess vegna kom það síðuhafa í opna skjöldu á sínum tíma að lesa skýrslur um þetta flugslys og það, að það gæti tekið tíma að komast að niðurstöðu um orsök þess, sem virtist jafn mikið "úti á túni" og brotlendingin sjálf varð. 

Kom alveg upp úr þurru.

Niðurstaðan er jafn óvenjuleg og flugslysið og aðdragandi þess: Taugaáfall flugstjórans.

En meðan flug er, þrátt fyrir alla sjálfvirknina, jafn háð beinni stjórn manna, gildir sennilega það sem faðir siðuhafa hafði stundum á orði: "Svo er margt sinnið sem skinnið." 

 

   "

 

 


mbl.is Flugstjóri fékk taugaáfall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband