29.1.2019 | 22:03
Man einhver Keikó og örlög hans?
Um hríð var nafnið Keikó komið nálægt nafninu Björk sem þekktasta nafn á íslenskri "persónu."
Örlög Keikós af mannavöldum ættu að vera sem flestum þörf áminning um þá ábyrgð sem "hinum viti borna manni" hefur gagnvart lífi og náttúru á jörðinni.
Mestallt líf Keikós var hann rændur eðlilegu lífi og veslaðist upp um aldur fram.
Fyrst var hann veiddur og seldur vestur um haf sem ígildi verðmæts varnings, sem hægt væri að græða á.
Þegar kvikmyndin "Free Willy" og frábært lag Michaels Jackson hafði gert Keikó að heimsfrægum leikara, gramdist dýravinum það eðlilega mjög hvaða örlög þetta heimsfræga dýr hafði hlotið, sem nú malaði gull fyrir kvikmyndaiðnaðinn og tónlistariðnaðinn, og útveguðu fé til rándýrrar "frelsunar" hans og flutnings til upprunalegra heimkynna hans við Íslands.
Stærsta herflutingaflugvél Bandaríkjshers var leigð til rándýrs flutnings með Keikó til Vestmannaeyja.
Reynt var að lenda við óboðlegar aðstæður, og í harkalegri lendingunni skemmdist risaþotan svo mikið að viðgerðin á henni kostaði morð fjár.
Fyrst var Keikó geymdur i girðingu við innaiglinguna til að "aðlagast" breyttum aðstæðum.
Auðvitað var það vonlaust mál, því að hann hafði verið svo ungur þegar honum var rænt á Islandsmiðum.
Keikó lenti á vergangi þegar hann slapp úr prísundinni og þvældist alla leið til Noregs.
Síðuhafi fór til að heimsækja hann skömmu áður en hann drapst, en það reyndist óhjákvæmlegt að koma honum í skjólkví og annast hann.
Honum leið augljóslega illa og veslaðist upp um aldur fram.
Fyrstu uppvaxtarárin við Ísland voru líklega eini tími lifs hans, þar sem honum leið vel við eðlileg skilyrði, frjáls og aðeins háður eðlilegu náttúrulegu umhverfsi, áður en mennirnir rændu hann raunverulegu frelsi og toguðust á um hann, dýrinu til ógagns, þótt enginn efist um góðan hug dýravina.
Örlög Keikós urðu, að hann fékk aldrei að njóta sín, heldur varð hann utangátta einstæðingur á alla lund.
Harmsaga hans var þó vonandi ekki til einskis því að með henni fékkst dýrmætur lærdómur.
Það verður vonandi ekki gerð á ný sams konar tilraun og gerð var til að frelsa hann frá afleiðingum misgjörða misvitra manna.
Kayla drapst eftir stutt veikindi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.