Enduryrking vísnanna um Jón Arason.

Vísurnar um Jón Arason, síðasta kaþólska biskupsins yfir Íslandi, þegar hann stökkti Dönum úr Viðey, urðu fleygar.  

Nú gætu þær gengið í endurnýjun lífdaga með því að færa þær inn í umræðu nútímans varðandi svonefnt Klaustursmál og átt við hinn atkvæðamesta af Klaustursmönnum: 

 

Víkur hann sér á hið víðkunna Klaustur, 

í víninu trúi´ég hann svamli, sá gamli. 

Um þingkonur fossaði fúkyrðaaustur 

er hann þeim stökkti á flæðar og flaustur 

með brauki miklu og bramli. 


mbl.is Ólga meðal Miðflokksmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Stefán Finnson orti einnig um Jón Arason:

Er biskup var höggvin á háls
þá heyrðist í Skálholti rómur.
Frá klukkum á kirkjustað Njáls:
“Kveðinn var upp rangur dómur”.

Gunnar Heiðarsson, 30.1.2019 kl. 15:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband