30.1.2019 | 19:41
Með 240 ár Íslandssögunnar í fanginu.
Það er heillandi pæling að velta því fyrir sér hve stóran hluta sögu landsins hver maður hafi " í fanginu" eða í minnisbanka sínum og sinna nánustu.
Í fljótu bragði kann að sýnast að þetta séu ekki nema þau ár sem fólk lifir að meðaltali, hugsanlega mínus þrjú ef fyrstu æviárin eru dregin frá.
En þetta er víðfeðmara, því að síðuhafi og margir jafnaldrar hans munum eftir persónulegum kynnum af fólki, sem gat miðlað milliliðalaust af lífsreynslu allt aftur til miðrar 19.aldar.
Og nú er að vaxa upp þriðja kynslóð afkomenda okkar, sem hugsanlega munu muna eftir okkur og minningum okkar um næstu aldamót.
240 ár í ÍÞegar hugsað er á þessum nótum, svipuðum þeim sem Andri Snær Magnason hefur stundum rætt um, hlýtur tilfinning okkar að vaxa og breytast fyrir ábyrgð okkar gagnvart landi, þjóð, sögu og menningu.slandssögunni er fjórðungur tíma byggðar í landinu, hvorki meira né minna.
Og ef við bætum við þeim möguleika að langafi eða langamma segi sínum ættingjum frá reynslu næstu kynslóðanna við þau, að vísu ekki án milliliða, stækkar þessi mynd.
Afi Zophaníu fæddist fyrir 228 árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.