30.1.2019 | 22:51
"Fjölnota snarlpokinn" lagar málið strax.
Plastpokavandi nútímans, sem er þegar orðinn að vaxandi ógn í lífríkinu, sem er meira en 99% tilkomin vegna þess að plastpokarnir eru yfirleitt einnota.
Í mörg ár hefur síðuhafi gengið með sama litla plastpokann á sér hvar sem hann fer, og þarf ekki annan poka næstu misseri eftir margra ára notkun.
Í honum er ein lítil 200 ml. fjölnota plastflaska með vatnim sem hægt að fylla á út um allt, minnsta 4K gæða myndatökuvélin á markaðnum, örlítil plastaskja með barnamatskorni auk smáhluta eftir atvikum, lyklum, pennum og jafnvel lítilli minnisbók.
Ég hafði notað pokann í nokkur ár þegar ég tók meðfylgjandi neðri mynd af honum með því, sem þá var í honum og aldurinn sést á honum.
Þá var hálfs lítra vatnsflaska í honum og 200 ml Coke Zero flaska.
Ég á nokkra aðra fjölnota poka úr taui eða umhverfisvænu efni, þannig að bann eftir tvö ár snertir mig ekki.
Sjá hefur mátt á samfélagsmiðlum þær skoðanir að fréttir um plastvandinn svonefnda séu "falsfréttir umhverfisöfgamanna."
Samkvæmt því var plastpokahroðinn á íslenskum ströndum,sem síðuhafi gat þegar sýnt í sjónvarpi fyrir aldarfjórðungi "falsaður" og þá væntanlega líka nýjustu rannsóknir, sem sýna, að plastagnir eru komnar inn í lífverur á sjó og landi, allt upp í mennina sjálfa.
Satt að segja er það ekki síður ógnvænlegt hvernig harðsnúinn hópur manna afgreiðir allar fréttir af þessu tagi sem falsfréttir í síbylju, sem er orðinn að stækkandi vandamáli á samfélagsmiðlum vegna þess mikla ógagns sem hún gerir.
Bannað verði að afhenda plastpoka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er nauðsynlegt að setja bækur sem farið er með út af bókasöfnum í poka til að verja þær gegn úrkomu. Fjölnota taupokar gera það ekki. Best er auðvitað að gesturinn komi með sinn eiginn poka eða lokaða tösku, en hvað á að gera ef hann gleymir því og rigning er úti? Þá þarf safnið annað hvort að hafa poka, eða neita að afhenda honum bókina.
Ingibjörg (IP-tala skráð) 31.1.2019 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.