Gervigreind til að hemja farsímanotkun undir stýri?

Hugsanlega geta bílaframleiðendur og bílabransinn í heild hamla gegn þeim "faraldri" sem nú er að fara fram úr ölvun undir stýri varðandi slys í umferðinni og síðuhafi hefur kallað "fjarverandi vegfarendur." 

Fundinn verði upp búnaður, sem geri kleyft að setja innsiglað tæki í alla bíla bílstjóramegin og samsvarandi mótald í farsíma, sem slekkur á símanum sé hann í notkun í bílstjórasætinu. 

Það er til mikils að vinna, og síðuhafa, auk vinar hans, sem þurfa að  byrja árið á að glíma við afleiðingar tveggja slysa af völdum "fjarverandi vegfarenda" rennur blóðið til skyldunnar að vekja athygli á þessu dýrkeypta vandamáli. 


mbl.is Gervigreind verði notuð til að selja fisk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Um leið mætti leggja hömlur á aksturshraða bílsins svo ómögulegt sé að aka hraðar en á gildandi hámarkshraða hverju sinni.

Níels R. G. (IP-tala skráð) 1.2.2019 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband